Jörð - 01.12.1944, Side 36
áttað þig á því, livernig á þessu gæti staðið, en svo heí-
urðu þá séð, að spjaldíð hefur aðeins verið fest við kjöl-
inn með þunnum pappír! Slíkur frágangur á bandi, seldu
dýru verði, mun heinlínis varða við lög um vörufölsun.
Þess skal ég' annars geta, að hjá sumum hókaútgefend-
um hefur frágangur á bandi batnað í fyrra og í ár. Að
síðustu þvkir mér ástæða lil að minnast á það, að yfir-
leitt eru nú hækur gefnar út i stærra broti en áður. Fyr-
ir fáum dögum barst mér í liendur skáldsagan Katrín —
eftir Salhr Salminen. Ef ég hefði séð bókina á búðarborði
og ekkert verið prentað á hlífðarkápuna, þá hefði mér
dottið i hug, að þetta mundi vera landkortahók — eða
þá máski rétt ein bókin af því tæinu, þar sem höfuðgild-
ið er fólgið í nöfnum frægra manna — og svo auðvitað
i Ijósmyndum, sem lita út i augum hinna fátæku barna
veraldarhjarans eins og þær væru teknar i draumalandi
þeim hugmyndaríkari og hærra hugsandi hefðarmenna.
Nú er það ekki þannig um mig, að ég vilji láta prenta
bækur með smáu letri og' mjög litlum spássium — og á
þunnan, lélegan og blæljótan pappír ■— eða þyki hæfi-
legt, að þær séu í jafnlitlu broti og t. d. Nýja-Testament-
ið hefur komizt i yegna þeirra manna, sem girnast það
ekki nema það sé mjög skrítið álitum — eða hinna, sem
eru svo guðræknir, að þeir mega ekki skilja þessa bók
við sig nokkurt augnablik, en gela þó ekki séð af öðru
rúmi fyrir hana í fötum sínum en vestisvasa. En mjög
stórt hrot, oft að nokkru leyti til komið af beinlínis ó-
smekklega stórum spássíum, hefur samt sína galla. Suin-
ar bækur eru nú þannig útgefnar, að þær er alls ekki
hægt að gevma í venjulegum bókaskápum, en jafnvel
margar af þeim bókum, sem komast í venjulega bóka-
billu, eru svo rúmfrelcar, að þeir, sem mikið kaupa af
bókum, hljþta brátt að lenda í vandræðum — ekki að-
eins vegna þess, að þeir víli fyrir sér að láta árlega smíða
nýja skápa, heldur beinlínis af þeim ástæðum. að. þá skort-
ií' húsrúm. Og ætli bókaútgefendur sér ekki ahnennt að
setja upp byggingarvöruverzlanir, þá liygg ég, að þeii'
234 jöbð