Jörð - 01.12.1944, Page 38
tveggja binda útgáfu Gríms Thomsens af Sálmum og
kvæðum Hallgríms. Ég nam margt einmitt af veraldleg-
um kveðskap skáldsins, og ég var þaulkunnugur hverju
kvæði í útgáfu Gríms, en ég sakna ekki í úrvali þessu
neins af því, sem ég liafði verulegar mætur á. Þarna kem-
ur Hallgrímur fram sem skarpviturt, lieimsbeiskl og ó-
vægið ádeiluskáld, þarna gætir djúpvizku, mótaðrar af
guðstrú bans og rikri skyldutilfinning'u gagnvart með-
bræðrum sínum, þarna er liárbeitt spott og hin léttfleyg-
ustu gamanmál — og loks sýna kvæðin í þessu úrvali mjög
ljóslega frábært vald bans og þekkingu á íslenzkri tungu —•_
og fágæta bagmælsku. Mér þætti það engan veginn ótrú-
legt, að þessi snotra og' að öllu vandaða útgáfa, mætti
verða til þeso að opna þeim heima Ilallgríms, sem þang-
að hafa ekki áður stigið fæti sínum og ekkert ann-
að eftir hann heyrt en sálma við jarðarfarir, en þar vill
þannig verða hjá allmörgum, að veg'na nokkurs óhugn-
aðar njóti þcir ekki þess, sem sungið er, jafnvel þó að
það sé því nær yfirnáttúrlega dásamlegt, svo sem Alll
eins og blómstrið eina ........lá, ég er í rauninni viss
um það, að bin þrjú liundruð ára gömlu kvæði Hallgríms
geta orðið almenningi mjög svo kær, einungis ef menn
fást til að bvrja á að lesa þau. Og' vel mætti svo fara, að frá
þeim lægi síðan leið ýmsra til sálmanna. —
Ljóðmæli Páls Ólafssonar eru komin út i mjög glavsi-
legri útgáfu. Bókaútgáfan Helgafell hefur kostað hók-
ina, en Gunnar Gunnarsson, skáld og bóndi á Skriðu-
klaustri, hefur annazt um útgáfuna og skrifað framan
við kvæðin alllanga ritgerð um höfundinn og kveðskap
hans. Ritgerð Gunnars skálds er vel gerð og vel skrifuð,
en samt varð hún mér nokkur vonbrigði. Ég liafði búizt
við að fá meira af lifandi dænnim um manninn sem skáld
og skáldið sem mann, búizt við ennþá meira af andlegu
fjöri —af lifandi orði .... En svo er nú þetta: Eg bef
liaft mjög mildar mætur á skáldskap Páls, og' mér bef-
ur virzt það, sem ég hef um manninn hevrt eystra, benda
23G jörð