Jörð - 01.12.1944, Síða 41
að dvelja ennþá með honum nokkur augnablik. Ég
verð að minnast alveg sérstaklega á einn af kvæðaflokk-
unum i þessari nýju útgáfu af ljóðmælum hans. Sá flokk-
ur er ástarkvæðin og ástarvísurnar. Ég hef nýlega les-
ið íslenzk ástaljóð, nýja og aukna útgáfu, og frá þeim
hvarflaði ég svo að ástarkvæðum Páls í útgáfu Helga-
fells, las þau á ný sem heild. Og' niðurstaða mín varð
þessi: í rauninni eru einungis sárafá islenzk ástarkvæði
jafninnileg, jafnhrífandi fögur og eftirminnileg og ást-
arkvæði og ástarvísur Páls i öllu þeirra látleysi. Nei,
liættu nú bara! segið þið. Hvernig ætti það að geta verið
fegurst og undursamlegast, sem er jafnlátlaust, — já, j'afn-
barnalegt og t. d. þessi vísa:
Læt ég fyrir Ijósan dag
ljós um liúsið skína,
ekki tii að vrkja hrag
eða kippa neinu í lag,
heldur til að horfa á konu mína ....
Hverju á ég að svara? Iivernig á að gera grein fyrir
því, að hálfþumlungs smáhlómið sé himninum nær en
háturnar Hróarskeldudómkirkju — þó að Matthíasi Joch-
umssyni fyndist, að svo væri?
En hvað sem þessu líður, þá lesið ijóð Páls Ólafsson-
ar, lesið þau án þess að ímynda ykkur það fyrir fram,
að þau séu of auðskilin, of léttfleyg, of látlaus og of hvers-
dagsleg að efni til þess að geta verið góður skáldskajmr.
Lesið þau eins og frjálsar og náttúrlegar manneskjur
lesa, og sjáið svo livað setur.
íslenzk ústciljóð komu fyrst út árið 1919, og hafði Árni
Pálsson jjrófessor valið kvæðin. Ljóðin voru svo gefin
úl aftur árið 1924, og nú er komin þriðja útgáfa. Hún er
mjög mikið myndarlegri en hin fyrsta, sem var í svo litlu
hroti, að full hætta gat verið á þvi. að kverpínan slæddist
hjá manni í rusl — og síðan yrði henni sópað hurt, án þess
að eftir því yrði tekið. Önnur útgáfa var þó nokkuð vöxtu-
Jörð 239