Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 43
skáldum, sem yngri eru en Davíð Stefánsson, en hann er
fæddur 1895. Fara liér á eftir nöfu skáldanna, fæðingarár
þeirra og lala þeirra kvæða, sem eftir skáldin hafa verið
valin: Jón Magnússon, f. 1896, 1 kvæði, Jóhannes úr Ivötl-
um, f. 1899, 2 kvæði, Tómas Guðmundsson, f. 1901, 4 kvæði,
Guðmundur Frímann, f. 1903, 4 kvæði, Guðmundur Böðv-
arsson, f. 1904, 5 kvæði, Guðmundur Ingi, f. 1907, 4 kvæði,
— og Steinn Steinarr, f. 1910, 2 kvæði.
Ég hef nokkuð reynt til að glöggva mig á því, hvernig
prófessor Árna hafi tekizt val kvæðanna, og virðist mér,
að ekki geti orðið um það skiptar skoðanir, að þau séu
valin af næmri smekkvísi og mikilli glöggskyggni. Mið-
aldakvæðin, sem hætt hefur verið inn í, skipa þarna sinn
sess með mikilli prýði, og ekki hefur prófessor Árna tek-
izt sízt valið á kvæðum þeirra skálda, sem ekkert áttu í
hinum fyrri útgáfum íslenzkra ástaljóða....Vil eg biðja
lesendurna að athuga, hvort þeim virðast Ijóð liinna
yngstu skálda í þessari hók hera nokkurn vott um lirörn-
un í íslenzkri ljóðagerð. Ég hygg, að sá muni ekki verða
dómurinn. Mér virðist að minnsta kosli, að íslenzk ásta-
ljóð séu nú sýnu glæsilegri og eigulegri bók en áður —
og það engu síður fyrir sakir aukins innihalds heldur en
fvrir hitt, hve útg'áfan hefur ])rýkkað.
Tvier bækur nýrra höfunda. Tveir liöfundar, sem ekki
hafa áður kynnt þjóðinni Ijóð sín, nema eitthvað litil-
lega í tímaritum, hafa i haust fengið gefnar út eftir sig
ljóðahækur. Eru það þeir séra Helgi Sveinsson og Jens
skólastjóri Hernmnnsson. Bók séra Ilelga heitir Raddir
um nótt, en bók skólastjórans Út við eyjar blár. Að ytra
litliti eru báðar bækurnar þokkalegar.
Það eru mjög margir á laudi hér, sem gela komið hugs-
unum sínum þannig í rímað mál, að ljóðið sé lipurt og
sæmilega smekklegt. En þó að einhver sé mjög vel gef-
inn, hönum detti margt i hug, hann sé allvel menntaður
og auk alls þessa ágætlega hagmæltur, þá er ekki þar fvr-
ir víst, að lionum takist að yrkja eitt einasla kvæði, sem
JÖRÐ 241