Jörð - 01.12.1944, Síða 48
svona er víða í bókinni — og auk þess flauslursvillur i
máli. Og athugið það, sem Hrólfur, maðurinn með val-
brána á kinninni, segir, þegar þau skiptast á orðum, hann
og unnustan, og bann liorfir á sannanirnar fyrir trvggða-
rofum liennar og lauslæti! Iivernig gelur höfundi eins
og Guðmundi Daníelssyni dottið í hug að láta Hrólf þvæla
líkast skapgerðgrlausum vesaling? .... En svo er raunar
það, eins og þeir geta farið nærri um, sem lesið hafa bæk-
ur Guðmundar Daníelssonar yfirleitt, að stíllinn á þess-
ari sögu er víða tilþrifaríkur og glæsilegur, þó að hann
lvfli henni aldrei upp í mikla og tigna reisn.
En mannlýsingarnar? Jú, þarna eru fjölmörg drög að
góðum mannlýsingum, en lieita má, að þar við sitji. Okkur
finnst við vera að kynnast þessu fólki meira og meira,
flestu af því, en þegar mest er þörfin, fylgir höfundurinn
ekki eftir, frekar linar tökin, svo að útkoman verður sú,
að ekki ein einasta persóna — nema þá helzt Halldóra
gamla Stephensen og varmennið Þorsteinn, verður i huga
lesandans svo nálæg og' lifandi, að hún festist í minni.
Séra Gjrjfi, sem kemur norðan úr landi á þessar slóðir,
þar sem sandurinn, afkomandi eldsins, er að eyða gróðr-
inum, séra Gjdfi, sem höfundur hlýtur að hafa ætlað stór-
vægilegt hlutverk, hann verður loks að gljámynd, sem gæli
hæft sem auglýsing i glugga á rammaverzlun, hár maður
skeggjaður, sem slendur í blómagarði, margir litir, mikill
gljái. Jafnvel Búi, er deyr sem fórnarlamb sinnar dauða-
tryggðar við ættarleifðina, verður þokukenndur og snert-
ir ekki nokkurn streng í hug eða hjarta lesandans. Heið-
rún er eins og hver önnur nauðaómerkileg skækja og
þeim samboðin, sem hún fylgir á brott, og Hrólfur, maður-
inn með valbrána, verður að hálfgildings þokukúf, þegar
hann á bágast og mest eiga að vera átökin í sál hans. Að
Reginvaldi kem ég síðar.
Hvað svo um reisnina, hvað um tilgang og samhengi
alls verksins? Það virðist nokkurn veginn ljóst í öðru
bindi — og raunar einnig i þessu — að fyrir höfundin-
um bafi vakað að sýna baráttu hinna. eyðandi og deyð-
240 JÖku