Jörð - 01.12.1944, Síða 49
andi afla viíS hin græðandi og lífgandi. En ekki getur
fitl séra Gylfa táknað úrslit Jjeirrar baráttu eða gefið okk-
ur áhrifamikla liugmynd um það, hversu þeim hildar-
leik lykti — eða látið okkur óra fyrir, hvern tilgang liann
eigi sér? Er það þá sandgræðsluhugmynd varmennisins
og loddarans Þorsteins, sem á að vera hinn mikli, tákn-
ræni tengiliður sögúnnar allrar frá fyrsta til síðasta bind-
is? Ef svo er, þá má með sanni segja, að fjallið hafi tek-
ið jóðsótt — og að fæðzt hafi mús! .... En sannleikur-
inn er líka sá, að það, sem fyrir liöfundinum vakir ávallt
sem lausn i haráttu sands og gróðrar, hefur fokið að mestu
út á milli fingranna á honum — eftir orðið einungis þetta,
sem við sjáum: séra Gylfi í garðinum og sandgræðsla
loddarans Þorsteins, sem lætur rikið kosta allt saman og
leggur ekkert í sölurnar sjálfur — nei, flytur til Reykja-
víkur. Höfundurinn hefur orðið sér þess að meira eða
minna lejdi meðvitandi, hvernig komið var, og þá hefur
hann gripið traustataki lijá Reginvaldi Landið handan
landsins. Reginvald þennan kallar höfundur ofl og tíð-
um afglapann, og þó að auðsjáanlegt sé, að hann. ætlast
til þess, að Reginvaldur þessi verði merkisberi og tákn-
ræn persóna, þá tekst aldrei að gera hann merkilegan
í augum lesandans. Fyrir hans sjónum er þetta auðsæja
eftirlæti Guðmundar til þess síðasta afglapinn Reginvald-
ur, og þess vegna, verður Landið handan landsins aldrei
annað en áhrifalaus markleysa, skálkaskjól alglapans,
það, sem Iiann reynir að réttlæta með ábvrgðarlevsi sitt
og skepnuskap. Höfundurinn hefði því eins getað brugð-
ið sér hak við skuggann sinn eins og hak við Reginvald.
Hvorugur þeirra fær umflúið það, sent hann vill svo gjarn-
an flýja, hvorugur þeirra fær forðazt sinn áfellisdóm,
því að það er augljóst, að báðir liafa þeir hrugðizt skyldu
sinni — afglapinn Reginvaldur sent maður, Guðmundur
Daníelsson sem rithöfundur.
Nú spyr kannski lesandinn: Hví segir þú þetta? Er
ekki hugsanlegt, að Guðmundur Daníelsson hafi ekki get-
að betur —- en hann hefur þarna gert? Og ég svara á-
röHÐ 247