Jörð - 01.12.1944, Qupperneq 51
að breyta henni ýkjamikið til þess, að hún liefði orðið
sjálfstæð — þá liefði hún hlotið vægari dóm. Þó hefði
ekki orðið hjá því komizt, að áfella liöfundinn fyrir smekk-
leysur og veilur á stíl og máli og linjutök lians á per-
sónunum — einmitt þegar til úrslita dregur og mest ligg-
ur við.
Og hvað sem öðru líður, þá verður Guðnnmdur Daní-
elsson að láta sér skiljast það svo rækilega, að honum
líði það aldrei úr minni, að eins og enginn rithöfundur
getur skapað gott skáldrit, án þess að liann hafi öðlazt
í vöggugjöf náðargáfu skáldsins, eins er lítt hugsanlegt,
að slikt skáldrit verði skapað án mikillar þrautseigju og
vandvirkni — og þekkingar á ýmsu því, sem virzt getur
smávægilegt. Þetta hefur Ólafi Jóhanni Sigurðssyni þeg-
ar skilizt. Það er — eins og ég lief þegar drepið á — auð-
séð á nýjustu hók lians, þó að hún hafi sína galla.
Útgefandi Landsins handan landsins er Þorsteinn M.
Jónsson á Akureyri -— og er útgáfan sæmileg.
Húsið í hvamminum. Óskar Aðalsteinn Guðjónsson,
verkamaður á ísafirði, gaf út árið 1941, þá 22 ára gamall,
skáldsöguna Grjót og gróður. Þetta er ekki stór saga, tæp-
ar níu arkir, en hún vakti samt allmikla athygli ýmsra
þeirra, sem hafa gott vit á bókmenntum. Þarna var auð-
sýnilega á ferðinni höfundur, sem lýsti verkafólkinu í
kaupstað á íslandi sein einn úr þess hópi, lýsti því af
næmum skilningi og þekkingu og af hinni fyllstu ein-
lægni. Nú er komin út i góðri og smekklegri útgáfu ný
skáldsaga eftir Óskar Aðalstein, og er útgefandinn út-
gáfu- og prentfélagið Isrún á ísafirði. Heitir hin nýja
saga Ilúsið i hvamminum, og er hún miklu lengri en Grjót
og gróður — hvorki meira né minna en rúmlega hálft
fjórða hundrað blaðsíður.
Sagan gerist á allra síðustu árum, og' það umhverfi,
sem hún gerist í, er sams konar og i Grjóti og gróðri,
kaupstaður eða stórt kauptún. Fólk það, sem kemur við
sögu, er svo að segja allt úr stétt verkamanna og sjómanna,
.rnnn 249