Jörð - 01.12.1944, Side 55
nafni — og talið ekki um stíl, nefnið ekki stil! Það get-
ur varla heitið, að manneskjan sé sómasamlega sendi-
bréfsfær á óbundið mál. En nú kem ég að því, sem er
orsök þess, að ég eyði orðum að þessari bókarómynd:
Sögurnar — þessar bripleku, skökku, skældu og vélvana
liörmungarfleytur úr skipasmíðastöð Hugrúnar — eins
konar bókmenntalegir Þormóðar, með haffærisskirteini
frú ísafoldarprentsmiðju, — sigla undir fána guðræki-
legrar umvöndunar og kristilegra beilræða, og á þetta
auðsjáanlega að veita þeim sama rétt og spítalaskipum
er tilskilinn í ófriði samkvæmt alþjóðalögum, réttinn ál
að sigla óáreittar —- og ennfremur tryggja þeim það, að
þær eigi vísar hinar beztu og virðulegustu viðtökur, hvar
sem þær kynni að bera að landi.
Það er svo um mig, að ég bef ekkert á móti því — síð-
ur en svo — að fagrar bókmenntir bafi eitthvert mál að
flvtja, en þær fögru bókmenntir verða að lúta lögmálum
þekkingar og listar, engu síður en binar, þar sem form-
un efnisins er upphaf og endir. Ég hef lesið ýmsar skáld-
sögur, sem fjalla um trúarleg efni, og sumra þeirra hef
ég notið sem góðra bókmennla og verið höfundinum þakk-
látur fvrir sinn boðskap í þeim búningi, sem honum bef-
ur verið valinn. En ekki má það láta óátalið, að ritklauf-
ar, moðbausar og leiruxar læði út á meðal almennings
þvættingi sinum i skáldskaparformi undir guðrækilegu
og kristilegu yfirskini. Ef slikt væri látið viðgangast án
þess, að það væri vitt, værum við á þessu sviði búnir að
gera okkur að lifsreglu liina alkunnu og alræmdu kenni-
setningu Jesúíta: Tilgangurinn helgar tækin, en fátt mundi
bællulegra kristilegu siðferði, réttlæti og mannúð, held-
ur en að sú kennisetning yrði almennt viðurkennd. Hér
á Islandi var eitt sinn mikið notað orðtækið: Gott er allt
guðsorðið. í skjóli þess, sem i því felst, kom út og var
keyptur og lesinn alls konar leirburður, sem fjallaði um
trúarleg efni, og síðan sérstrúarflokkar bófu starfsemi
sína bér á landi, hafa þeir selt íslenzkum almenningi í
þúsundum einlaka og bundruðum smálesta heimskulegan
jörð 253