Jörð - 01.12.1944, Side 56
hugarspuna og þvætting, af því að þessi þokkalega fram-
leiðsla var álitin guðsorð. Þetta orðtæki var síðan fellt
úr gildi hjá þorra manna. Mundi nú íslenzkri menningu
og íslenzkri kirkju verða það til blessunar, að það vrði
almenningi á nýjan leik leiðarljós? Ég held ekki, og það
hefur glatt mig stórlega, hve miklu betur bókaútgáfan
Lilja hefur vandað val og frágang á þeim ritum, sem hún
hefur frá sér sent, heldur en hliðstæð útgáfufélög erlend-
is, — jafnvel á Norðurlöndum.
Annars má það heita beinlínis furðulegt, að nokkur
manneskja, sem vill telja sig eða er í sannleika kristinn-
ar trúar, skuli dirfast að hera fram í skitnum og kámug-
um ómyndartötrum lærdóma og lífsreglur sins drottins,
sem allt gott og fagurt hefur skapað. Slíkt atferli virð-
ist mér ganga guðlasti næst, og að hreykja sér af þvilíkri
óvirðingu á þvi fegursta og háleitasta, er að þykja sómi
að skömmunum, en þeir eru kallaðir forhertir, sem svo
er farið. Hvað segir ekki lika hinn sæli biskup, Guðbrand-
ur Þorláksson:
.... Mjög er það misráðið og ólaglegt að vanda ver-
aldlegar vísur og önnur óngtsamleg kvœði með sem mestri
orðsnilli og mælsku, sem maður kann helzt, en hirða ekki
að vanda það, sem Guði og hans lofgjörð til kemur ...
Frh.
Guðmundur Gíslason Hagalín
'C'R EINHVER hinn lifríkasti, heilbrigðasti og íslenzkasti af þeim
J söguskáldum, sem á vora tungu hafa skrifað. Auk þess er hann
almennt viðurkenndur sem einn af mestu íþróttamönnum islenzkrar
smásagnagerðar og hefur skrifað veigamiklar skáldsögur, sem al-
kunna er. Sem gagnrýnandi hefur hann og um árabil verið i allra-
fremstu röð vor á meðal. Það er því varla nema að vonum, að
JÖRÐ er i s'enn þakklát og hreykin af því. að eigá orðið allshugar
stuðning hans, eins og þetta hefti og hið síðasta bera bæði vott
um. Vafalaust mun það og sýna sig, að íslenzkir lesendur kunna
að meta það.
254
JÖRÐ