Jörð - 01.12.1944, Side 59
útgáfuna. — Stærð 348 bls. Útg.: Bókaútgáfan Norðri h.f. Prentverk
Odds Björnssonar.
Útgáfa bókar þessarar er ákaflega vel til fundin og myndarlega
af hendi leyst. Og er þetta ein þeirra fáu bóka, sem með sanni er
auglýst um, að ætti að vera til á hverju íslenzku heimili.
Priður á Jörðu eftir Björgvin Guðmundsson. Óratóríó (söngdrápa)
útsett fyrir blandaðar raddir með píanó-undirleik. Söngtextinn
eflir Guðmund Guðmundsson. — Stærð: 17(i bls. í 4 bl. br. t'tg.:
Bókaútgáfan Norðri h.f. Prentað í London.
Framan við verkið er stutt „Skýring" eftir tónskáldið og ensk
þýðing á textanum eftir Arthur Gook. — Einnig útgáfa þessarar
bókar, er fer samtímis fram í Englandi og Ameríku, sýnir mikinn
myndarskap af útgefandans hálfu. Fer þar saman framlag til ís-
lenzks tónlistarlífs og landkynningar.
Bandaríkin eftir Stephen Vincent Benet. Þýðandi: Hersteinn Páls-
son. — Stærð: 15(i bls. Útg.: Bókaútgáfan Norðri. Prentverk Odds
Björnssonar, Akureyri.
Höfundur.'nn er frægur; fyrir nokkru látinn. Kunnur hérlendis
fyrir smásögur. Bókin fjallar um þróun Bandaríkjanna frá döguin
ensku nýlendnanna í byrjun 17. aldar til vo-ra daga — og er þarna
sett fram saga hugsjónar þeirrar, er öðru fremur leiddi til mynd-
unar þjóðarinnar, framleiddi síðan frelsisskrána frægu, knúði því
næst fram og leiddi til lykta jrælastríðið og hefur í dag, þrátt fyrir
allt. gert Bandaríkin að verndara mannréttinda og þjóðfrelsis i
heiminum.
Árbók frjálsíþróttama.nna 1944. Ritstj.: Jóhann Bernhard og Brynj-
Ingvarsson. — Stærð: 98 bls. Útg.: íþróttasamband íslands.
1 bók þessari eru greinar cftir Ól. Sv., Sig. Ól., Br. og .1. B., auk fró-
sagna af íþróttamótum, metaskráa, mynda o. s. frv. Snyrtileg bók.
Greifinn af Monte Christo eftir Alexander Dumas eldri. Skáld-
saga. Þýð.: ólafur Þ. Kristjánsson. — Stærð: 288 bls. Útg.: Bóka-
útgáfan Norðri h.f.
Dumas eldri er einhver frægasti reyfarahöfundur, sem uppi hefur
verið, og „Greifinn" er einhver frægasta sagan hans. Þó er á henni
sá ljóður, að hún er full af langdregnum köflum. Þetta hefur orðið
lil þess, að Ameríkumenn (og scnnilega fleiri) hafa tínt úr slíka
kafla og gefið bókina út þannig stytta og verður hún við það öll-
um almenningi miklu læsilegri. Þessi útgáfa er þýðing á slíkri
styttingu. Þýðingin er yfirleitt lipur.
Út vil ég — út eftir Ragnar Arntzen. Norsk „verklýðssaga“, þýdd
af Gunnari Andrew. Útg.: Prentstofan ísrún.
jörð 257