Jörð - 01.12.1944, Side 60
Þetta er liðleg saga, liðlega þýdd, en heldur léttvæg fyrir svo vel
gefinn og menntaðan þýðanda.
Vísindin og andinn eftir J. E. Jessop. Erindi. Þýð.: Guðmundur
Finnbogason. — Stærð: 88 bis. Útg. Bókfellsútgáfan h.f.
Þessi stutta bók er aftur á móti ekkert léttmeti, en heldur ekki
neitt torf. Bækur sem þessi — stuttar og alþýðlegar framsetningar
hinna æðstu viðfangsefna skynseminnar, gerðar af ágætustu fræði-
mönnum — eru einmitt hnetur, sem íslenzk alþýða lék sér að að
brjóta í gamla daga. Felli hún niður þann metnað, er mikið í veði.
meira en margan grunar.
Byggð og saga eftir Ólaf Lárusson. 12 ritgerðir. — Stærð: 384
bls. Útg.: ísafoldarprentsmiðja hf.
Þetta eru stuttar sagnfræðilegar ritgerðir um alþýðleg hugðar-
efni: myndun og breytingu tiltekinna byggðarlaga og þvi um líkt.
Með þjóð, er þekkir sína eigin myndunarsögu meira og minna frá
upphafi og á heima í landi, sem svo mjög er háð náttúruöflun-
um sem ísland, og var það þó einkum fyrr meir, áður en nútíma-
tæknin kom til sögunnar. liafa gerzt margar sögur á þessum vett-
vangi, sem alþýða manna hefur ávallt haft sérstakan áhuga fyrir
og njóta sín til hlítar í hinum létta, ljósa stíl próf. Ól. Lárussonar.
Jafnframt hinni alþýðlegu framsefningu er þessi lagaprófessor
talinn halda þannig á vísindalegum aðferðum sagnfræðinnar, að
þar geri ekki aðrir íslenzkir menn betur.
Nýja útsaumsbókin eftir Arndísi Björnsdóttur og Ragnheiði O.
Björnsson. 28 útsaumsteikningar. Finnbogi Jónsson hreinteiknaði.
Prentverk Odds Björnssonar, Akureyri.
Þetta er mjög falleg bók og lærdómsrík á sínu sviði. Litir til-
teknir og sýndir með auðskildum táknum. Auk uppdráttanna eru
tvær stórar Ijósmyndir af púðum og veggteppum.
Don Quixote eftir Cervantes. Skáldsaga i endursögn Leighton
Barrets. Þýð.: Maja Baldvins. — Stærð: 319 bls. Útg.: Pálmi H. Jóns-
son. Prentverk Odds Björnssonar.
Ef einhver skáldsaga er öllum öðrum frægari i heimsbókmennt-
unum. þá er það þessi. Lauslega skoðað er lnin röð af fáránlegum
ævintýrum heiðarlegs skýjaglóps og skjaldsveins hans — suður á
Spáni á 16. öld. Höf. lifði þar þá. Sagan er með mörgum og löngum
útúrdúrum, en þeim er sleppt i þeirri útgáfu, sem hér hefur verið
þýdd; sagan endursögð án þeirra. Endursögn sú mun liafa tekist
vel og þýðingin sömuleiðis og er þetta hin ágætasta skemmtisaga.
Frh. á bls. 304.
258 jön»