Jörð - 01.12.1944, Síða 68
jafnvel engu, en slær aðeins éndrum og sinnum nokkra
kontrapuntiska tóna höfuðtemans, sem ríkir þó leyni-
lega vfir liug hans bak við öll önnur temu, unz það brýzt
fram í seinni liluta verksins af óstöðvandi þunga og al-
lirifur liöfund sinn.“
Mér verður gramt í geði að bletta livítan, saklausan papp-
irinn með slíkri „Islenzku". Ég tel vafasamt, að nokkur
lelji þetta sæmilegt mál. Hér segir Kiljan allt annað en
líklegt er að hann vilji seg'ja. Hvaða vit er að tala um
b}Tggð Laxdælu-höfundar „af ýmsu tagi“? Hvernig á Unn-
ur að ríkja yfir öllu Norðurhveli heims „allt niður í algeng-
ar draugásögur“? Ég býst við, að þeir, sem ekki eru nógu
gáfaðir eða læsir, til þess að skilja Laxdælu í útgáfu Sig-
urðar Kristjánsonar eða Fornritafélagsins, munu heldur
ekki skilja setningaþvæluna utan uni „kontrapuntiska liöf-
uðtemað“ bans Kiljans. Ef Kiljan helfjur þessu sjálfur
fram sem góðu máli, er ])að að minnsta kosti alveg nýtl
mál. Ég bið liann að bera þennan Laxdælu-formála saman
við Laxdælu sjálfa, og formála Sigurðar Nordals að Egils-
sögu. Allir finna, að Nordal og Laxdæla eru af sama anda,
þótt sjö aldir skilji — mál Kiljans eins og rödd af annari
stjörnu.
r
EG ER sammála Kiljan um nokkrar forsendur í grein
lians um málið. En allar þessar forsendur færir liann
síðar í öfgar, svo að við verðum að lokum ósammála.
Kiljan fordæmir að réttu sparðatínslu þeirra rithöfunda,
sem þola ekki ný orð af erlendri rót. Mér finnast sum orð
af erlendri rót betri, ef þau eru hljómhrein og falla í bygg-
ingu íslenzkunnar, en önnur íslenzk, sem eru tyrfin og
ómstríð. Ég tel „bíl“ betri íslenzku en „bifreið". „Bíll“ hef-
ur barðan, íslenzkan hljóm, fellur vel inn í beygingar og
er ágætlega fallinn til nýmyndunar orða. Flestum mun
finnast bílstjóri, bílvegur, I)ílveiki fara betur en orð, sem
hefðu bifreið að forlið. Þannig bafa verið mvndaðir nokk-
urir tugir orða. Auk þess er bifreið lokleysa. „Reið“ er
horfið úr málinu sem vagnheiti, en hefur ýmsar aðrar
26C jörð