Jörð - 01.12.1944, Qupperneq 71
notuð stafselning, sem helzt sýnist fara eftir götufram-
burði. Hann er óþreytandi að sópa götusorpinu inn í bæk-
ur sínar, en þau munu fá og auðtalin fornyrðin, sem hann
hefur bjargað frá gleymsku úr afdölum og af útskögum.
Ef svo heldur fram hnignun máls hjá Kiljan og eftirbátum
lians, verður Kiljanskan fljótlega „fullferðug idiotisering“
Islenzkunnar, svo notuð séu hennar orð.
ILJAN ræðir mjög um samruna orða og um greina-
merki. Bil milli orða þýðir slutta þögn, orðaskil;
punktur og komma lengri þagnir í ræðu. Rétt er það, að
sumir ritdómarar og kennarar eru of einstrengingslegir í
dómum sínum um greinarmerki. Hægt er að tala með
þögninni, ekki síður en orðum, og getur punktur, komma
eða þankastrik komið í stað heillar setningar, verið rök-
rétt og listrænt, þótt það brjóti venjulegar málfræðilegar
forskriftir. Ég' hygg, að J)að væri hin mesta misþyrming á
sumum snilldarritum, ef greinarmerki öll væru færð í
einhvern þröngan málfræðistakk.
En hér skýtur Kiljan yfir markið, sem oft endranær.
Hægt er að brjóta allt mál með röngum þögnum eða vönt-
un þagna, misþyrma í senn rökréttri hugsun, málfræði og
fagurfræði. Einhver verstu málspjöll stafa frá hraðmælg-
inni, hinum látlausa, áherzlulausa orðaflaum sem hvorki
hirðir um aðgreining atkvæða, orða né setninga. Þannig
liafa Norðurlandamálin mest afbakast og gliðnað frá
íslenzkunni. Kaupmannahöfn orðið „Köbenhavn“, Norveg-
ur „Norge“ o. s. frv.
Það er alkunna, að götumálið er hraðara og meir flaum-
ósa en mál sveitamannsins. Ein mesta hætta við að gera
götumálið að ritmáli er hinn flaumósa samruni margra
orða í eitt orð, sem Kiljan hefur bókfærl öllum mönnum
framar. Hætt er við, að „attaniossar“ hans muni færa sam-
runann í aukana, og draga atkvæði meir í eitt, svo að mörg
orð myndist lík „attaniossi“, sem að visu er eldra en Kilj-
an, nokkurskonar forkiljanska.
Kiljan réttlætir orðrunur sínar með þvi, að Jónas Hall-
J öbð 269