Jörð - 01.12.1944, Page 73
brants eða hljómkviður Beethovens. Hersing Kiljans getur
heldur ekki lagfært stíl lians nema að rita allt að nýju.
Hún getur í hæsta lagi lagfært nokkrar smekkleysur.
KIvUR afdalamönnum og Kiljan ber æði mikið á milli
um ])að, hvernig rita beri íslenzku. Ég geri ráð fyrir,
ajð Kiljan hafi vandað fram yfir meðallag málið á grein
sinni, er hann nefnir „Málið“. Ég mun ekki fara í neina
sparðatínslu, en taka aðeins eina setningu úr nefndri grein
og athuga bana rækilega. Setningin er prentuð með breyttu
letri sem fyrirsögn á annari blaðsíðu greinarinnar, og
hljóðar svo: „Átjánhundruðkrónaskáld sakar annað átján-
'hundruðkrónaskáld um að kunna ekki málið.“
1. Fyrirsagnir. Bezt hefur þótt fara i Islenzku að bafa
fyrirsagnir greina og tilla bóka stutla: sbr. Egla, Njála,
Laxdæla, Edda, Iieimskringla. Mikill ofvöxtur hljóp í titla
og fyrirsagnir á niðurlægingartímunum á 18. öld, en hvarf
síðan, að réttu íslenzku formi, með endurreisn tungunnar
á 19. öld. Eftir 1920 er þessi langrunu ósómi fyrirsagnanna
aftur að verða tízka i blöðunum, eins og allt efni greinar-
inar þurfi að komast að í fvrirsögninni. Hér er þessari
óvenju rækilega fvlgt: aukafyrirsögn einnar blaðsiðu i
miðri grein tekur yfir tvær línur.
2. Samdráttur. Fyrsta orðið er nýyrði, samandregið úr
fjórum orðum óskvldum, með 5 orðstofnum, 7 alkvæðum
og 22 bókstöfum. Hefur áður verið bent á háska þann, sem
málinu stafar af samruna orðanna. Er þelta glöggt dæmi
um hina afkáralegu skrælingjaorðmyndun Kiljans.
3. Endurtekning. Þetta langa orð. er tvítekið, alveg að
óþörfu, i sömu línu. Það er alveg undantekningarlaust
regla allra íslenzkra höfunda, að forðast endurtekningar
áhei’zluorða í sömu málsgrein. Fáum börnum skeikar
með þetta; þau kunna að nota fornöfn. En ef þeim skeikar,
leiðréttir kennarinn. Hér er þessi villa fjórfölduð, af því
orðið er samsett úr fjórum orðum.
4. Röng brvnjandi. Bók befur verið rituð um hrvnjandi
íslenzkrar tungu. Þar var sýnt og sannað, að óbundið dag-
jörd 271