Jörð - 01.12.1944, Page 74
legt mál íslendinga lýtur listrænum reglum; er að vissu
leyti rímað. Höfundurinn gefur nokkrar „bragreglur", sem
ekki má brjóta í daglegu tali, ef vel á að fara. Sá, sem á
létt um mál í ræðu og riti, fylgir reglunum án þess
að þekkja þær, en klaufarnir mundu brjóta, þótt þeir
þekktu til blítar.
Öll hrynjandi, bæði i lagi, ljóði og óbundnu máli, byggisl
á háttbundinni endurtekningu bljóða eða áherzlu, og veld-
ur það misræmi, hvort sem er of eða van. Þá raskast lagið,
eða Ijóðið; þá verður málið stirt og dautt.
Ég hygg, að sjaldgæft muni að finna setningar hjá öðr-
um en Kiljan, og hans nánustu eftirbátum, sem séu öllu
ómstríðari en þessi. Áherzlur eru mjög brenglaðar og ó-
þjálar. Málsgreinin er 9 orð: 6 þeirra byrja á raddstaf.
Hún er 14 áherzlusamstöfur. Aðeins sex þeirra sleppa við
endurtekningu.
5. Stofnenska. Svo nefnist mál, sem rætt hefur verið um
sem alþjóðamál. Aðeins örfáir hundraðshlutar hins enska
orðafjölda eiga að komast að í Stofnenskunni, en þessi
orð eru þar síþvæld og umrituð. Stofnenskan mun lítið
nota fornöfn heldur endurtekningar. Vegna orðfátæktar
mun Stofnenskan oft nota umsagnir i stað nafna, líkt og
sagt væri á íslenzku: Tíminn, þegar heyið er slegið —
i staðinn fyrir „sláttnrinn“.
Hin umrædda setning Kiljans minnir mjög á Stofnensku.
Nafnorð eru endurtekin. Ég býzt við, að flestir kennarar
mundu frekar saka börnin um vankunnáttu, heldur en
um „að kunna ekki“, frekar saka um gáleysi heldur en að
saka þau nm „að gá ekki að sér“ o. s. frv.
G hel' ritað lengra mál en ég ætlaði. Sumir munu
-LJ ætla að ádeila mín á H. K. L. stafi af andúð á honum
sjálfum eða flokki hans. En þó að ég sé þeim „félögum“
Stalins ósammála um félagsmál, kemur það ekki þessu
máli við. Verndun íslenzkunnar er stærsta vandamál okk-
ar. Það mál hefur margar fleiri hliðar en þær, sem hér
eru ræddar. Og þyrftu fróðari menn að taka öll þau mál
272 .törð-