Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 75
til rækilegrar umræðu og verja til þess meiri tíma, en ég
lief ráð á. Og eitt er víst: Verndun þjóðernis okkar er i
senn mesta metnaðarmál okkar og stærsta velferðarmál
okkar ættstofns, bæði í andlegum og efnislegum skilningi.
Okkar landvarnir eru andlegs eðlis. Þær verða ekki steypt-
ar úr málmi né grjóti. Varnir þjóðernisins eru vörðurinn
um móðurmálið — öllu framar.
Yztafelli, 8. apríl 1942.
200 ára afmæli
í ÞESSUM mánuði skáldið síra Jón Þorláksson, seni kunnast-
ur er af þýðingum, er sambærilegar eru við hinar frægu þýð-
ingar Sveinbjarnar Egilssonar á Hómerskvæðum. Þýðingar sr. Jóns
á stórfelldustu kvæðaflokkum Breta og Þjóðverja: „Paradísarmissi"
eftir Milton og „Messías" eftir Klopstock urðu frægar. Til marks
um það, hvert þrekvirki þær þóttu, má geta þess, að Bretar veittu
honum tífeyri í viðurkenningarskyni fyrir þýðinguna á Paradísar-
missi. Þó naut hann skamma hrið þeirrar ánægju, því hann dó
litlu seinna. Margt fleira þýddi sr. Jón, og er þar fremst að nefna
„Tilraun um manninn" (Essay on Man) eftir enska snillinginn
Pope. Auk þýðinga orkti sr. Jón margt oog misjafnt, en var vafa-
laust bezta skáld íslands um sína daga eða fram að Bjarna Thor-
arensen. Jón Sigurðsson og Jónas Hallgrímsson gáfu út „Ljóða-
bók“ hans í tveimur bindum, og fyigir henni æviminning eftir
Jón Sigurðsson. Sr. Jón orkti manna bezt skop og glens og hag-
mæiska hans var mikil. í Sálmabókinni er enn eitthvað af sálm-
um hans.
Jón Þorláksson var vestfirðingur að uppruna, en var siðustu
þrjá áratugi ævi sinnar prestur að Bægisá í Öxnadal og lifði þar
við mikla fátækt, enda óreglumaður nokkur. Má það furðu gegna
hverju hann afkastaði af merkum verkum við fullkomin neyðarkjör.
JÖRD
273