Jörð - 01.12.1944, Page 80
Sr. Magnús Blöndal Jónsson:
278
Fjögurra ára afmæli
Gamalprestafélagsins II. sept. 1943
Urn mannlífsins akra svo mörg liggja spor,
og mannlífs um auðnir og hrjóstur.
Þar reynir á karlmennsku, raunsæi’ og þor,
þar ríkir oft helkaldur gjóstur.
Þær auðnir og akrar vor öll geyma spor,
er eftir þar létu sín merki.
Og dýpt þeirra manndóm vorn markaði’ og þor.
Og merkin sér lýstu í verki.
Vér ætluðum sporum að eiga þau skil,
frá auðnum og hrjóstrum að leiða,
og stefna þeim iðgrænu akranna tii,
og öðrum þá vegu að greiða.
En hvernig oss tókst það, að lýsa þá leið,
er liggur til gróðursins stranda —
að stefna á hinn hávaxna, heilaga meið,
er horfir til ódáins landa —
um það fellur dómur á allt öðrum stað,
er ein'lægan meta kann vilja.
Og þar verður metið og þrautprófað það,
er þótti h é r torvelt að skilja.
Þótt ryki sé þeytt yfir þessi vor spor,
er þörfust vér stigum á foldu,
þótt framförum breytt verði’ í hallæri og hor
og hugsjónir grafnar í moldu,
vér vonum, að þjóðarsál ættlands vors enn
þann andar-kraft liafi’ eða fái,
að skola burt rykinu’ og skapa sér m e n n,
og skin rjúfa náttmyrkrið sjái.
Þá skín máske’ úr heiði hin skapandi sól,
er skuggunum ófremdar dreifi,
jöhb