Jörð - 01.12.1944, Side 81
og menning þá veki, er moldviðrið fól,
og mannrétt og þjóðfrelsi Ieyfi.
Er fárviðrin andleg þá fara’ yfir láð
og fevkja burt moldviðrís haugum,
þá vex máske’ úr sporum ný viðreisn og dáð,.
svo valdþjófum súrni í augum.
Þær lygar og klækir og Iævísis mál,
er lýðinn um ártugi nærðu,
ti'l falls buðu þjóðinni’ og flekuðu sál,
svo fæstir um heiður sig kærðu.
Sú bófa og glæpanna ógnþrungna öld,
er amar nú þjóð vorri’ og lýði,
mun heimta, að síðustu, syndanna gjöld'
og söguna rita — með níði.
Vér látum nú allt þetta líða um hól,
á lognum og mergsviknum rótum
og stefnunni höldum, er sfarfið oss fól,
á styrkum og gamaldags fótum.
Og til þess að styrkja’ hana, stefnuna þá,.
vér stofnuðum fé'Iagið þetta —
í vám.vrkri aldarfars veg til að sjá,
og varna hver öðrum að detta.
Nú eigum vér fjögra’ ára afmælisdag.
Og ennþá vér stöndum á fótum,
með sömu stefnu’ og hið sama lag
vér syngjum á fornkunnum nótum.
Vér látum ei nútímans ginnast af glaum,
en gamal-þekkt sporin vér fetum.
Vér fylgjum ei heimsku- og staðleysis-straum,
en stöndum, á meðan vér getum.
Og lifi þá félag vort lengi og vel —
það lifi og þróist og dafni —
og jafnt, þótt hinn einstaki heimtist af Hel
frá heimi — með Ijós fyrir stafni.