Jörð - 01.12.1944, Síða 89
að hann hafi eftir 1914 verið miðdeþill vopnaframleiðsl-
unar í heiminum.
Sumum kynni að detta Ameríka í liug. Þar eru að vísu
Du Ponts, sem óhætt er að seg'ja, að „eigi“ Delawarefylkið.
Þar er Midale-félagið, sem grreddi svo ógurlega í stríðinu
mikla og stöðugt Iiefur lialdið áfram að framleiða hyssur,
sprengjur og brynvarnir; þar er Remington og þar er
Colt, og síðast en ekki sízt Bethlehem Steel Company.
í hinni opinberu skýrslu vfir framleiðslu Bethlehems
eru brynplötur, fallbyssur, sprengjur, orustuskp, beitiskip,
tundurbátar, tundurspillar, kafbátar, flugvélaskip. I Betlile-
hem var náð hámarki uppfinningatækninnar, eða kannski
öllu heldur uppáfinningaseminnar, því Bethlehem fram-
leiddi ekki einungis brynplötur, sem engin kúla vann á,
heldur framleiddi það einnig kúlur, sem fara i gegnum
hvaða brynvarnir sem vera skal. Það liggur því nærri að
álíta, að þetta hafi kunnað að valda nokkrum ruglingi á
æfingastöðvunum, þegar þessi ágætu vopn vorn reynd.
Þrátt fyrir alla þessa framtakssömu herra, var Ameríka
samt óverulegur þátttakandi í heimsframleiðslu hergagna.
Bretland var miklu framar með Vickers & Armstrong,
hina stóru stjörnu meðal vopnasmiðja, í broddi fvlking-
ar. Það er fyrst og fremst Vickers að þ.akka, að England
hefur verið í þeirri sterku aðstöðu, að vera einn mesti
vopnaútflytjandi í heiríu, þótt of lítið væri til í lieima-
landinu, þegar mest reið á, eins og skemmst er að minnast.
Vickers framleiddi að vísu saumavélar, golfkylfur og
þess háttar smárríuni, en lilvera þeirra byggðist samt
fvrst og fremst á þeim skerf, sem þeir lögðu til þæginda
og lífsgleði mannkynsins með stórframleiðslu á áhöldum
eins og' Vickers-Carden-Lloyd Light Amphihious bryn-
drekum og Vickers Wildebeast sprengjuflugvélum.
Sólin sezt aldrei í ríki Vickers-Armstrongs. Þeir höfðu
verksmiðjur í Rúmeníu, þar sem forstjórinn, Sir Herbert
Lawrence, var einnig bankastjóri rúmenska þjóðbankans
— svo sem til hægðarauka. Á Italiu var nafnið Societa
Vickers-Terni. I .Tapan hafði það hinar japönsku stál-
jörð 287