Jörð - 01.12.1944, Page 90
smiðjur sem útbú og var þannig i náinni samvinnu við
liinn japanska -stóriðnaðar- og vopnafranileiðanda Mitsui.
Og það voru til Vickers-verksmiðjur eða dætrafélög á
Spáni, i Kanada, Irlandi, Hollandi og New Zealand.
Forstjórar Vickers eru margt í mörgu. Auk þess sem
fvrrnefndur Sir Herbert Lawrence var bankast*jóri þjóð-
bankans í Rúmeníu, var hann einnig forstjóri liins vold-
uga Sun Insurance Comp.,*) og Sir Otto Niemejær, annar
af forstjórum Vickers, var einnig báttsettur embættismað-
ur i Englansbanka, forstjóri Anglo-International Rank og
Rank of International Settlements eða Ranka alþjóðlegra
sanminga. Nöfn þessara stofnana ein gefa miklar upplýs-
ingar um það, iivaða gildi fyrrnefndar stöður liöfðu fyrir
forstjóra Vickers-Armstrong, því að með þessum iðnaðar-
og fjármálasamböndum stjórnaði Vickers-Armstrong fyrir-
tækjum sinum. Og það voru mjög arðberandi fyrirtæki.
Verður það ráðið meðal annars af því, að samkvæmt
sanmingi við Sun Insurance vátryggingarfélagið, þá var
ágóða hluti, sem ekki fór fram úr £1.000.000 álitinn svo
ófullnægjandi, að nauðsvnlegt væri að vera vátryggður
gagnvart slíku. Og enski aðallinn klippir arðmiðana með
sigurbrosi á vör.
Meðal hinna þekktari blutbafa í Vickers voru árið 1932
m. a. Rigbt. IIou. Neville Chamberlain, sem frægastur varð
fvrir heimsóknir sínar til Hitlers og hina illræmdu Mún-
chensamninga, og bróðir bans Sir Austin Ghamberlain, sem
fékk friðarverðlaun Nobels 1925. En 1914 var hluthafa-
listinn ennþá frábærari, því að þá fundust þar menn eins
og heimspekingurinn Lord Ralfour, Lord Ivinuaird for-
seti K.F.U.M., einir þrír biskupar og dómkirkjuprestur-
inn við Sct. Pálskirkju í London. Og það var á ])essu ári-
sem Pbilip Snowden sagði í þingræðu, að ekki vrði kastað
steiui inn í lávarðadeildina, án þess að bitta einhvern, sem
græddi á morðvélaframleiðslu.
En Róm var ekki byggð á einum degi óg Vickers ekki
*) vátryggipgafélag. Ritstj.
288
JÖHF)