Jörð - 01.12.1944, Síða 92
eins og t. d. Zaliaroff, þvi að áhrifavald þeirra stóð svo
djúpt í stjórnmálum og iðnrekstri landsins, að þeir voru
að nokkru hafnir yfir sjálft ríkisvaldið. Valdsvið þeirra
var svo mikið, að þeir megnuðu að beina rikisvaldinu
inn á brautir, sem i raun og' veru lágu utan við og gegn
þess eigin vilja. Þessir menn eru alll að þvi óþekktir öll-
um þorra manna. Þeim er meinilla við, að nöfnum þeirra
sé blandað inn í umræður á opinberum vettvangi, og þeir
bafa góð tök á því, að koma fram vilja sínum i því efni
sem öðru. Einn þessara manna er Charles Prosper Eugéne
Schneider.
Þessi Schneider hafði á hendi mörg og góð embætti:
Hann var forseti Creusot-félagsins, vopnaframleiðenda,
sem eiga námur og stálsmiðjur um þvert og endilengt
Frakkland. Hann var forstjóri l’Union Parisienne bank-
ans, sem hafði aðaltekjur sínar af að veita lán til vopna-
kaupa. 1920 stofnaði liann, nieð sjálfan sig sem forstjóra,
hlutafélag undir nafninu Union Européenne Industriale
et Financiére; stofnfé 140 milljóiiir franka. Með þessu
fé Iiafði Schneider & Creusot aðalumráð yfir 180 frönsk-
um verksmiðjum, sem framleiða vopu i stórum stíl, vél-
byssur, skriðdreka, sprengjur, eiturgas o. s. frv.
En Union Européenne hafði annað ennþá þýðingar-
meira hlutverk, því að með því hafði Sclineider & Creu-
sol bein og óhein umráð yfir ca. 230 Iiergagnaverksmiðj-
um og félögum utan landamæra Frakklands.
Hið langveigamesta af þessum fvrirtækjum var gim-
steinninn í kórónu hins unga ríkis, sem öðlaðist tilveru
samkvæmt sjálfsákvörðunarrétti undirokaðra þjóða —
ríkisins, sem fæddist í Versailles 1919 og dó í Miinchen
réttum 20 árum síðar. Þetta ríki hét Tékkóslóvakía, en
gimsteinninn er til ennþá og heitir Skoda, og munu menn
kannast við nafnið úr loftárásarfréttum blaðanna.
Verksmiðjur Skoda voru ekki einungis í Tékkóslóva-
kíu, heldur einnig hér og þar í Póllandi og Rúmeníu,
en töglin og hagldirnar höfðu Sclmeider & Creusot, þar
sem 56% af hlutafénu voru í höndum Union Européenne.
290 jörð