Jörð - 01.12.1944, Qupperneq 99
lagt löghald á eignir hans, sem móðir hans hélt þó áfram
að reka, og seinna voru þær svo keyptar aftur á nafn
tveggja sona hans, oog meðan á þessum óróatímum stóð,
þá framleiddu de Wendel verksmiðjur í Frakklandi vopn
hánda byltingarhernuin, en von Wendel verksmiðjurnar,
sem lágu hinum megin við landamærin, vopnuðu konungs-
sinna og handamenn þeirra — sömuleiðis til stórgróða fyr-
ir Ignace de Wendel.
Francois de Wendel vorra tíma er í'urðulegur maður.
Samhönd hans og embætti mundu fylla margar hlaðsíður.
Hann er ekki einungis forstjóri frönsku verksmiðjanna,
heldur einnig þýzku von Wendel fyrirtækjanna, og það
er algerlega óþarft að gera ráð fyrir, að það hafi nokkur
áhrif á aðstöðu hans, að nokurt rót liefur komið á hina
pólitísku stjórn Frakklands. Hitler eða Tardieu, Vilhjálm-
ur II eða Poincaré, von Wendel eða de Wendel! Hver er
munurinn? Nei, vér erum hvorki fæddir í fjósi né fjár-
húsi og höfum ekki asklok fyrir himin. Þetta eru allt heztu
drengir, sem ekki trufla fullorðið fólk. Hins vegar má vel
nota þá til þess að grauta í flekk, ef mikið liggur við. Þurfi
Francois de Wendel að ráða fram úr fjárhagslegum við-
fangsefnum, hvað ei- þá eðlilegra en liann snúi sér til
Francois de Wendel, forstjóra franska þjóðhankans? Þurfi
hann á pólitískum stuðningi að halda, þá er Francoois de
Wendel þingmaður fyrir Meurthe-et-Moselle, stuðnings-
maður og vinur André Tardieu, sem réði yfir 60 þing-
mönnum, sá eini rétti aðili að sníia sér til. Og þurfi liann
að láta birta einhverjar ákveðnar „fréttir“, þá getur hann
ekki leitað til annars hetri eða öruggari heldur en blaða-
kóngsins Francois de Wendel, sem á Le Journal des Dé-
hats og hið hálfopinbera málgagn frönsku stjórnarinnar,
Le Temps, og ræður þar að auki yfir Journéé Industrielle,
Le Matin og L’Echo de Paris. En þrátt fyrir alla dýrð
þessa þúsundþjalasmiðs, þá kemur varla nokurn tima
fyrir, að hans sé getið í frönskum hlöðum. Honum er nefni-
l*ga illa við umtal.
Það er ekkert ósanngjarnt að kalla vopnaframleiðendur
297
J ORD
20