Jörð - 01.12.1944, Qupperneq 101
Frakka, en liina stundina sitjandi i friði og eindrægni i
andrúmslofti liins fullkomna samkomulags með einræðis-
lierrum vopnaframleiðslunnar í landi erkióvinarins.
Comité de Forge var ekkert á móti skapi, að sól Hitlers
risi yfir Þýzkalandi. í árshyrjun 1931 stéfndi Hitler þýzk-
um blaðamanni fyrir það að hafa staðhæft, að hann væri
styrktur af Skoda, og i gegnum Skoda af Sclineider &
Creusot. En þegar skorað var á liann fyrir réttinum að
gefa beina yfirlýsingu um, að svo væri ekki, rauk hann
sem óður niður úr vijnastúkunni og hundskammaði verj-
andann fyrir svínsku og gyðingskap, var siðan sektaður um
1000 mörlc fyrir að misbjóða réttinum, en spurningunni,
sem fólst í þessari áskorun, er ósvarað enn. Schneider &
Creusot steinþögðu að vanda, og áburðinum hefur hvergi
verið hrundið.
Með öðrum orðum: stórframleiðendur vopnaiðna — ekki
einungis þýzkir, heldur einnig þeir frönsku — samein-
uðu krafta sína til framdráttar þeini manni, sem framar
öllum öðrum var líklegur lil þess að „koma einhverju af
stað“. Og nú liittist svo einkennilega á, að allur blaða-
kostur de Wendels rekur upp eitt samliljóða öskur, skannn-
ir og svívirðingar um Hitler, samfara óðum kröfum um
nýtt öryggi og nýjar vígbúnaðarráðstafanir gagnvart hin-
um hroðalega Hitler, sem nú sé að láta Þjóðverja vopnast
á ný. Föðurlandið vakni. Það má gera ráð fyrir, að de
Wendel hafi fengið áli£yrn á rélturn stöðum, ef dæma skal
af þeim orðum, sem hann á að hafa látið falla á fundi
með hluthöfum sínum: „Því verður ekki neitað, að varnar-
ráðstafanir föðurlandsins liafa gefið okkur arð, sem verður
að teljast mjög viðunandi.“
Manni verður á að hugsa með skáldinu: „. . . .aktiurnar á
iiann sér; af þeim fær hann prósent.“
Það kemur þessu máli ekkert við, þótt Þjóðverjar liafi
sigrað Frakkland á rúmum mánuði. Það var ekki af skorti
á vígbúnaði yfirleitt. Engin þjóð hefur eylt meiru i víg-
húnað heldur en Frakkar. Og enginn vænir Schneider &
Creusot um, að þeir leggi ekki það til, sem heðið er um.
.TÖRÐ
2C*
299