Jörð - 01.12.1944, Page 104
beldi og svikum hafa staðist mánuðinum lengur, ef þær
ekki hefðu mætt almennri og svívirðilegri velvild og sam-
úð peningayfirstéttanna, og þar með sljórna lýðræðis-
ríkjanna
En hvað um það, eftir stríðið voru ýmsir af hinum fram-
sýnni stjórnmálamönnum búnir að koma auga á „Schneider
Wendel & Co.“ og sú hugsun kom oft fram, að eitt af
fyrstu skilj7rðum fyrir friði væri að koma fram einhverjum
ráðstöfunum gagnvart þessum friðarspillum, sem voru
farnir að vopna heiminn á ný, áður en innsiglin á Ver-
salasamningunum voru hörðnuð. Meðal annara var það
Lord Rohert Cecil, sem kvað upp úr: „Það er mjög ólieilla-
vænlegt atriði, sem kemur svo Iierlega fram við allar af-
vopnunarumræður, og á ég þar við hina harðsnúnu and-
stöðu vopnaframleiðendanna. Það, sem fyrst af öllu þarf
að gera, er að stemma stigu fyrir þessum gifurlegu vopna-
tilhoðum og kæfa í fæðingunni þá ægilegu tortryggni, sem
skapa þeim möguleika. Við verðum að losna við þenna
mikla flokk kyndará, sem heldur áfram að moka á glæð-
urnar, þar til er ketillinn springur.“
Og hvað er hægt að gera? Ef vopnasmiðir væru nokk-
urs konar óalandi og óferjandi klíka alþjóðlegra glæpa-
manna á borð við A1 Capone, John Dillinger, Jack the
Rihher, Diissejdorfmorðingjann eða Landru — þá væri
málið einfaldara. Erfiðleikinn liggur í því, að það er siður
en svo sé. Vopnaframleiðslan er mikill hluti af aðaliðnað-
inum í mestu iðnaðarlöndum hcimsins, og ekki einungis
það. Til eru miklar iðnaðarþjóðir, þar sem skotfærasmíðin
er blátt áfram veigamesta framleiðslan, svo sem Frakk-
land og fyrrverandi Tékkóslóvakia, og að miklu leyti
Þýzkaland líka.
Því er þannig farið, að þótt einhverjum dytti í hug, að
ríkið ætti að taka alla vopnaframleiðslu i sínar hendur,
þá vrði að fvlgja með svo mikill liluti nútíma iðnreksturs,
að enginn lætur sér detta slíkt í hug', nema harðsvíraður
sósíalisti. Og erum við þá ekki komnir að því, sem kerl-
ingin sagði: „Heldur skal ég drepast en éta síld!?“
302
jönn