Jörð - 01.12.1944, Page 107
Jochum Eggertsson:
Marhnútur
Þó að leiðin virðist vönd
vcrtu aldrei hryggur, —
Það er eins og hulin hönd
hjálpi, er mest á liggur.
J. S. B e r g m.
HVER er sínum hnútum kunnugastur,“ segir mál-
tækið. En það er áreiðanlegt, að margan hnútinn
eigum vér erfilt með að leysa, þótt heimurinn
segi, að sjálfir höfum hnýtt.
Örlagahnútar eru sagðir illleysanlegir, en livort mar-
hnútur er einn þeirra, veit ég ekki. Sæhnútur eða sjóhnút-
ur er líka marhnútur.
Vér þekkjum drottning vora, tízkuna, hæði í sjón og
afspurn. Iiún er voldug. Hún levsir marga hnúta. — Hvort
hún leysir örlagahnúta, og hvort hún leysir marhnút —
hver veit það?
Fólk fylgir henni í blindni, en þó vitandi vits, og það
geri ég líka.
Það var yndisleg stúlka, fögur og fullkomin, sem dó, af
því hún gat ekki fylgt tízkunni, móður sinni. Hana langaði
svo mikið til að lifa, meðan liún var í blómi. Nú prýðir
hún ósýnilega heiminn.
í gær geltu hundar að henni, af þvi liún hatt ekki hagga
sína sömu hnútum og samferðamenn.
Og' hver mundi ekki gelta, ef væri hundur?
í gær hló einn, en annar grætur í dag'.
Allir leita að úrlausnum einliverra spurninga.
Spurningin mikla: Er það ekki söngur gróandans og
samúðin, er skapar manninn og gerir hann æðri veru?
AÐ var vorið 1939. —
A Þetta var 3. maí, og vixillinn minn í Landsbank-
anum á þriðja degi. Hvert fræ var farið að langa til að
305
JORÐ