Jörð - 01.12.1944, Síða 108
verða jurt. Hvert tré vildi laufgast. Ýmsir farfuglar komn-
ir. Gróðurangan lá í lofti. Lágnættið byrjað að óma. Ein-
hver dularfullur niður, sem aldrei lieyrist nema á vorin,
einhver undursamlegur tónagaldur í hlóði náttúrunnar —
vorniður. Allt, sem lífsanda dró, var farið að dreyma um
að vaka alla nóttina og hlusta.
Það var nokkru fyrir hádegi áðurgreindan dag'. Leið mín
lá eftir Óðinsgötu áleiðis að Skólavörðustíg. Mér var farið
að líða illa vegna víxilsins míns í Landsbankanum. Fallinn
í gjalddaga — þriðji dagur — siðustu forvöð. Framleng-
ingarvíxillinn tilbúinn og áritaður, hljóðaði á 10 króna af-
borgun, auk vaxta. Þetta var ekki há upphæð, þó var ég
ekki laus við hitaveiki. Aleiga mín átján aurar í kopar í
liægi-a vestisvasanum. Var auk þess matarþurfi.
Ávísanir á nútíma lífsþægindi eru oflast gefnar út í
hankaseðlum. Sá, sem á einn tíu króna seðil, lítur allt
öðrum augum á lífið, en liinn, sem á engan. Hvort þeim
fjölgar úr einum, skiptir minnstu máli, setur aðeins X í
Iilutfallareikningi lífsins.
Allt í einu mætti ég manni, er ég' þekkli lítilsliáttar, en
þó mest af orðspori. Hann stöðvaði mig og' mælti:
— Getur þú ekki lánað mér eina krónu — er tæpur í því
núna — búinn að vera á því lengi, þunnur — líður illa.
þyrfti að fá mér eitthvað; ekkert étið lengi — skilur —
Ég sá og vissi, að vesalings maðurinn sagði salt. Hann
var ekki vel útlítandi; gamall „barón“.
— Því miður á ég ekki til nema átján aura, og þú getur
fengið þá, ef þú vilt.
— Nei. Hef ekkert gagn af minna en krónu.
' —- Heldurðu, að ég liafi peninga?
— Já, ef þú vilt. Þú getur skapað þá!
— Ertu nú viss um það?
— Já, ég veit það!
— Ilvernig veiztu það?
— líg sé það á þér!
— Hvernig sérðu það á mér?
— Finn það og veit það. Get ekki útskýrt það nánar.
30(i JÖRÐ