Jörð - 01.12.1944, Qupperneq 109
-— Heldurðu, að ég geti gefið þér peninga, þó ég enga
eigi?
— Já. Að minnsta kosti lánað niér þá — eins og Esjan
er þarna á sínum stað! Og hann benti á Esjuí'jallið.
— Trúirðu, að hægara sé að skapa peninga, en að flytja
Esjuna suður á Reykjanes?
— Þú getur hvorttvéggja. Trúin flvtur fjöll. Ég trúi að þú
getir lánað mér krónu, ef þér þóknast.
— Jæja, verði þér að trú þinni. En segðu mér eitt : Hver
heldurðu, að eigi himinn og jörð? Það er nefnilega eignar-
rétturinn, sem gerir peniuga nauðsvnlega!
— 0, ég geri ráð fyrir, að það sé enginn annar en sjálfur
skaparinu, Inmnafaðirinn eða hvað það nú er kallað. Og
þá ekki síður hinmamóðirin, því enginn þarf mér að segja,
að Iiann lifi algerðu einlífi, sá liái herra. IJann mun hafa
einhver ráð með að staðfesta ráð sitt.
— Svo þú heldur þá, að Skaparinn sé í mannsmvnd?
— Æi-já. Ætli það sé ekki bezt að hugsa sér það ein-
hvernveginn svoleiðis. Og svo er þetta sama i öllu lifandj,
jafnt i báðum kynjum, Iivaða nöfnum sem nefnist — í
lofti, jörð og sjó — ])essi svonefnda ástarþrá eða endur-
nýjunarþörf, sem alltaf er og verður jafn sorglega skemmti-
leg vitleysa.
— Hvernig stendur á því, að þú drekkur áfengi og gerir
þig að skepnu, jafn skynugur náungi og þú virðist vera?
— Af því ég er maður. Skepnur brugga ei vín né drekka.
Til hvers vrði öl og vín,
ef enginn þyrði að drekka?
Svona; hotnaðu nú!
— Nei, ég hotna þetta ekki. Hef ógeð á öllu vísnahnoði.
Annars er það ekki mitt að vera siðapostuli. Eins og þú
sérð, er ég ekki spámannlega vaxinn, ekkert annað en
ræfill í augum heiðarlegra manna, og stend þér ekki feti
framar í neinu.
— Ileldur þú, að Drottinn drekki?
— Já, vissulega. Og hann drekkur mikið. Hann drekkur
307
JORÐ