Jörð - 01.12.1944, Síða 110
heimshöfin, og svalar þrá sinni, nnz gleði hans hefur tekið
slakkaskiptum. Hann sáldrar úð sinni yfir þekjur fjalla
og þyrstar grundir.
— Já. Þess vegna drekkum við ræflarnir. Við leitum
að guði i soranum og Iijá svíninu, og ef við finnum hann
ekki þar, þurfum við ekki að gjóa í hæðirnar. Drottinn
elskar svinið jafnt og hágöfgina. Og meðan við ræflarnir
erum að drekka okkur fulla, erum við á guðsvegi. Sam-
úðin og skilningurinn vex. Við finnum, að við erum hræð-
ur. Svo fórnum við síðasta skildingnum, einn fvrir alla
og allir fyrir einn. — Æi, góði, komdu með peninginn,
mér liður svo illa!
Þögn.
— Ertu viss um, að þú vakir, og þig sc ekki að dreyma?
Þögn.
Margur sofnar í syndinni, en vaknar þó aftur endur-
nærður. — Hversu þjáð, sem manneskjan er, má hún
aldrei gleyma, að margur þjáist meir, og þeim her að
lijálpa með hug og hönd. Hugsunin er sterkasta aflið, en
liöndin stjórnast aðeins af viljahoði hugarins. — Alvit-
undin fer ekki í manngreinarálit, en gerir aðeins greinar-
’mun á skilningi sins eigin eðlis. Þess vegna er maðurinn
orðinn félagsvera. Hann finnur sjálfan sig i samúðinni,
en hvergi annarsstaðar. Á þeim metaskálum jafngildir
daggardropinn úthafinu. í þeim skilningi er ekkert til,
sem heitir: „Ég sjálfur“.
Ég vihli gjarnan hjálpa þessum manni, og óskaði þess
af heilum hug, að mér mætti auðnast það á einhvern liátt.
Hann trúði, að ég gæti það, og treysti mér til að greiða
úr vandræðum sínum, í svipinn.
Og nú, dreymir mig vakandi, andartak.
Umhverfið er hreytt. Fallega stúlkan, sem prýðir ósýni-
lega heiminn, er komin. Hún bendir, og ég sé örlítið aft-
ur i tímann: Ég sé samanhrotinn tíukróna seðil, sem í
ógáti lendir saman við matarúrgang og annað sorp, og
er varpað í sjóinn út af skipi, sem liggur við liafnar-
bakkann, austan til á höfninni.
308
JÖRÐ