Jörð - 01.12.1944, Side 111
— Hefurðu nokkurntíma veilt fisk? spurði ég i ein-
beittum róm.
— Ójá. Ég held það nú, bæði í gamni og alvöru; en ég er
löngu hættur þeirri vitleysu. Það er ekkert upp úr þvi að
hafa.
— En nú segi ég' þér, að fara liér skemmstu leið niður
að liöfn, kasta þar út færi, er þú kemur fyrst að, og þú
munt veiða einn fisk, og í maga hans muntu finna tíukróna
seðil. Ertu með?
— Ég lief ekkert færi!
Um leið og hann mælti þetta, tók ég eftir, að til okkar
var kominn drenghnokki 8—9 ára að aldri, eftir útliti að
dæma. Hann liafði heyrt hið síðasta, er við sögðum, og stóð
nú og glápti á okkur og gapti af undrun.
— Hvað ertu með þarna í hægri treyjuvasa þínum?
spurði ég snáðann.
— Það er færið mitt!
— Ertu vanur að fiska?
— Já, marsa og smákolur, sagði drengurinn.
— Viltu veiða einn fisk fyrir þennan mann?
— Já, en ég hef enga beitu!
í sama I)ili kom dálítill vindsveipur og feykti með sér
pjötlu af fiskroði þangað, sem við stóðum. Ég greip pjötl-
una og fékk drengnum liana:
—• Farðu heina leið niður að liöfn, festu þetta á öngul-
inn, og renndu færinu niður af hafnarbakkanum, þar sem
þú kemur fvrst að. Þú munt fá fisk á færið þitt, og í maga
Iians er tíukróna seðill. Maðurinn þarna fer með þér. Þið
verðið að fá seðlinum skipt, svo að hver um sig fái úr
honum fifnm krónur.
— Við látum l)ara skipta honum í tvo 5-kalla, sagði sá
litli og l)élt af stað liinn hróðugasti.
Og fullorðni maðurinn lahhaði á eftir honum og mælti
ekki orð.
Siðan hurfu þeir. En ég' ranglaði hálf ráðvilltur inn á
Skólavörðustíginn og lét mig reka niður eflir lionum. Hinn
309
j onn