Jörð - 01.12.1944, Síða 113
Hvað er annars að frétta? Fjandi ertu gugginn á svipinn.
— Það er ekkert að frétta. Ertu nýkominn í bæinn?
— Ojá. Ég kom nú eiginlega í gærkveldi eða öllu heldur
ekki fyrr en í morgun. Þetta hefur verið háhölvuð nótt
og ekkert upp úr henni að hafa nema helher útgjöldin. Ég
iief róið suður með sjó og er nú á leið heim úr verinu.
— Hvað! Ertu á teið heim úr verinu og ekki kominn
Jokadagur?
—-Ég held, að maður geti nú ekki verið að bíða eftir því.
Þetta étur sig allt upp, hvort sem er!
—- Étur sig upp! Hvað áttu við ? — Þú ert ekki hissa á
hlutunum.
— Ónei. Ég hef nú aldrei orðið verulega lilessa, fyrr en
rétt áðan. Ég gekk liérna með höfninni og fram á Granda-
garð. Ég var i vondu skapi. Það er kerlingarnorn, sem ég
er vanur að gista lijá, þegar ég kem. Revndar er hún ekki
mjög gömul. Og veiztu hvað! Þegar ég kem um miðja nótt,
og átti mér einskis ills von, þá ætlaði hún aldrei að vilja
hleypa mér inn; en þegar ég lialáði mig inn samt, þá sagði
hún, að maðurinn sinn væri heima, — og andskota þann
manninn liún á eða hefur nokurntíma ált, — svo að lhm
dró dívanfjanda fram i kokkhús, og sagði mér að sofa
þar. En hvað átti ég að gera með að fara að sofa svoleiðis?!
Svo ég hef mest verið á randi. En þegar ég, rétt áðan, er að
koma til baka framan af Hafnarhaus, þá kemur smástrák-
ur, og fullorðinn maður á eftir honum, fram á bólverkið.
Og um leið og ég mæti þeim, dregur drengsnáðinn færi
upp úr vasá sínum, krækir á öngulinn roðsnepli af harð-
fiski, kastar út færinu og fer að dorga. Eftir ofurlitla stund
er eittbvað komið á, og strákur dregur og kemur upp með
þann stærsta og Ijótasta marhnút, sem ég hef nokkurntíma
séð á minni lifsfæddri æfi. Og ekki nóg með það, heldur
tekur pattinn hnif upp úr vasa sínum og ristir kauða á kvið-
inn. — En þá fyrst varð ég hissa, þegar slrákur kreistir út
úr maga hans tíukróna seðil ásamt fleira góðgæti. —
— Geturðu skipt þessum seðli fyrir okkur í tvo fimm-
kalla? segir sá litli.
.Tonn
311