Jörð - 01.12.1944, Side 114
— Þú verður þá að þvo liann fyrst; ég snerti ekki á hon-
um svona slorugan, anza ég.
— Geturðu þá skipt honum? sagði sá litli.
— Já, sagði ég. Svo hljóp stúfur burt og kom von bráð-
ar aftur með seðilinn hreinan og þveginn; en upp úr þeim
stóra, ég meina fullorðna manninum, sem var með þeim
litla, upp úr honum gat ég ekki togað eitl einasta orð;
held helzt, að liann liafi verið fylliraftur og róni. — Þetta
er allra fallegasti seðill, alveg óskemmdur og sést varla
fyrir brotum í honum, þegar húið var að þvo hann. Ég tók
svo seðilinn og fékk þeim aftur tvo fimmkrónu seðla. Þeir
tóku svo sinn hvor, Litli og Stóri, og hurfu sinn í hvora
áttina. Og nú er það bezt, að þú fáir þennan seðil, þú átt
hann hjá mér, því þú gerðir mér mikinn greiða í fyrra,
Jjegar þú lánaðir mér 10 kónur, sem mér bráðlá á í svip-
inn. Ogfyrirgefðu, hvað það hefur dregizt hjá mér að horga.
— Þetta var nú ekki mikill greiði. Þig vantaði tutlugu,
en ég átti ekki nema tíu.
— Þá þess lieldur. En má ekki bjóða þér einhverja hress-
ingu; brúkarðu nokkunitima í staupinu?
— O, ég afsala mér engum jarðneskum gæðum. Fullir
kunna flest ráð. Bezt að byrja á því að fá sér eitthvað að éta.
Við fórum inn í matsöluhús og fengum okkur góða mál-
tíð, sem aðkomumaður horgaði.
Við sátum rétt hjá miðstöðvarofni, og meðan við möt-
uðumst, þurrkaði eg seðilinn á ofninum. Þetta var falleg-
ur seðill, sem hafði auðsjáanlega verið litið þvældur, þeg-
ar hann fór í marhnútinn.
Ég hugði nákvæmlega að númeri seðilsins og skrifaði
það hjá mér. Númerið var: 0.809,152; prentað á tveimur
slöðum eins og lög gera ráð fyrir, enda hæstmóðint Lands-
bankaseðill,með mynd af Jóni Sigurðssyni á framhliðinni:
Tíu krónur. Samkvæmt lögum Nr. 10, 15. april 1928. Lands-
banki íslands. Undirskrift, Sign: Jón Árnason. L. Kaaber.
Á bakhliðinni mynd af Geysi, sem er að gjósa.
Vonir mínar voru að rætast. Nú leil ég lifið og heiminn
í allt öðru ljósi en fvrir nokkrum mínútum. Þurfti að flýta
312 JÖRÐ