Jörð - 01.12.1944, Page 117
óskað, ásamt öðru fleira, eftir uppgreftri beina sinna og
jarðsynging þeirra í kirkjugarði Tjarnarkirkju á Vatnsnesi.
Vegna þeirrar óraleiðar, sem er frá Vatnsdalshólum til
Tjarnarkirkju, og þar sem höfuð þeirra Agnesar og Frið-
riks voru grafin í Þingeyrakirkjugarði, sem er skammt
frá liólunum, þótti mér æskilegra, að heinin yrði jarðsung-
in, ef þau fyndust, að Þingevrum. Bað ég' því miðilinn í
dag, er mér var falin norðurförin, að leita leyfis Agnesar
og Friðriks fyrir þeirri breytingu. Tók miðillinn því vel
og bauð mér að vera viðstöddum skrift sína í kvöld. Það
gat ég því miður ekki vegna anna, en kom hinsvegar til
viðtals við liann að skriftinni lokinni. Fekk ég þá að vita,
að þau Agnes og Friðrik héldu fast við ósk sína, að jarð-
syngingin færi fram að Tjörn og síra Sigurður .lóhannes-
son Norland frá Hindisvik gerði prestsverkin. Þau höfðu
sagt það vera rangt, að höfuð þeirra hefðu verið flutt í
Þingeyrakirkjugarð: „Gæðakonan góða“ — Þingeyrahús-
freyjan — liafði að vísu falið vinnumanni sínum að gera
svo, nóttina eftir aftökuna, en hann svikist um það án þess
þó nokkurn tíma yrði uppvíst, og hafi hann tekið það
leyndarmál með sér í gröfina. Vinnumaðurinn hafi farið til
aftökustaðarins þá um nóltina, eins og til stóð, lekið höf-
uðin niður, en i stað þess að fara með þau til Þingeyra og
grafa þau þar á laun, eins og liann liafði lofað að gera,
gróf liann þau „sem svarar feti norðan við dysina; þar er
malarhornara.“ Fyrir nokkru síðan liafði Agnes vísað all-
nákvæmlega á dysina og meðal annars með þessum orð-
um: „Það er í hásumars-sólsetursátt, séð frá aftökupall-
inum og skammt frá honum.“
I sögu Nathans Ketilssonar og Skáld-Rósu, eftir Brynjólf
Jónsson frá Minna-Núpi, er ég lief nú fyrir framan mig,
segir svo á blaðsíðu 123, eftir að aftökunni hefur verið
lýst: „Líkin voru lögð í kistur og grafin þar skammt frá,
en höfuðin sett á stengur, því svo var ákveðið í dómn-
um.“ Aðrar upplýsingar um afstöðu dysjarinnar er ekki
þar að hafa, og verð ég því að lilíta leiðsögn Agnesar, þeg-
ar til leitarinnar kemur.
J ÖRÐ
21*
315