Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 121
jarðsynging þeirra í vígða mold, guðsþjónustuathöfn á
morðstaðnum og almenna samhyggð og fyrirbeiðslu. Sé
miðilinn og stjórnanda hans, er samstillt í kærleika og
þjónustu, ganga til verks, umlukt geisladýrð dyggðugs líf-
ernis, er gerir þeim mögulegt að skila verkefni sínu, ósjá’lf-
ráðu skriftinni, villulausara en venja er til um miðilssam-
hönd. Sé þau í hjálparstarfsemi sinni, sem nær jafnl til
látinna sem lifandi, gera góðverkin með hægri hcndinni,
án vitundar hinnar vinstri.------
Magnús er kominn aftur. Við göngum frá beinunum til
l'lutnings og lagfærum moldarbynginn, því ég skil gröfina
eftir opna, svo að þeir, sem kynnu að vilja rannsaka hér
frekar, geti gert það fvrirhafnarlaust. A ég þó hér ekki við
þjóðminjavörð, því að hann telur þessa dys fornminjum
óviðkomandi. Ég hirði ekki um að leita uppi smábein í
moldinni, því Agnes og Friðrik töldu beinagröftinn og jarð-
synging þeirra i vígða mold ekkert aðalatriði, heldur hafa
þann eina tilgang', að vera einskonar lyfti-afl þess starfs,
sem hafið er þeim til hjálpar.
Að skilnaði geng ég' upp á Þrístapa og litast um. Við mér
blasir héraðið, sem nú glitstafar mjög einkennilega i titr-
andi tíbrá ljósvakans, viðlent, frjótt og fagurt.
I tilbeiðslu levsi ég hugann frá stund og stað og óska
þess af alhug, að sálir þeirra Agnesar og Friðriks öðlisl
nú þegar fullan frið .....
Vottorð. Samkvæmt beiðni vottum við undirritaðir j)að
hér með, að frásögn G. S. Hofdals hér að framan, viðvikj-
andi uppgreftri heina þeirra Agnesar og Friðriks, er rétt
og sannleikanum samkvæm. .Tafnframt voltum við það einn-
ig, að okkur og heimafólki okkar, var kunnugt um, af frá-
sögn hans, áður en við lögðum af stað með honum að heim-
an i morgun, til aftökustaðarins, að Agnes og Friðrik hefðu
átt að hafa haldið því fram, í ósjálfráðri skrift, sem að
framan er skráð, viðvíkjandi höfðum þeirra, malarborna
jarðveginum og spýtubrotinu í höfði Agnesar.
Sveinsstöðum, 15. júní 1934.
Magnús Jónsson (sign.). Ólafur Magnússon (sign.).
ms
joni)