Jörð - 01.12.1944, Page 123
henni bar. ÞaÖ hefði ég gert, ef ég hefði talið atburðinn tvímælalaust
merkilegan. Nú tel ég vonlaust, að hann muni eftir þessu af ástæðu,
er framan getur.
Frú Guðrún Jóhannsdóttir segist ekki geta munað eftir, að ég hafi
komið upp í herbergi Einars, meðan hann lá. Þessu veitist mér
létt að trúa. Mitt minni er ekki merkilegra en það, að ég get búist
við að hafa komið inn i þó nokkur herbergi fyrir tuttugu og sex ár-
um, án þess að muna eftir því nú. Hvað þá heldur, að ég muni
það um aðra. Svo er annað. Telur frú Guðrún alveg útilokað, að
ég hafi komið inn í umrætt herbergi, án þess hún vi'ssi um það.
Ég veit nú ekki að vísu, hvað glöggar gætur hún hefur haft á mér
þessa vertíð. En ef sá möguleiki væri fyrir liendi, að ég hefði
skotist þarna inn án hennar vitundar, hvernig í ósköpunum, ætti þá
blessuð frúin að muna eftir því.
Það eru nú liðin a. m. k. fimmtán ár, síðan ég sagði sr. Árna frá
þessum klukkuslætti. Fyrir lionum er klukkuslátturinn og manns-
látið allt í þessu máli. Ósjálfrátt styltist bilið milli atburðanna, þeir
dragast hver að öðrum í huga hans öll þessi ár. Hefði hann átt
þess kost, mundi hann hafa borið þetta undir mig, er frásögnin
var skrifuð. Það, sem á milli ber í frásögnum okkar, er að minu
áliti smávægilegt misminni, er skiftir engu máli fyrir atburðinn
sjálfan, hvernig sem fólk kann svo að líta á hann.
Benjamín Kristjánsson
frá Haukatungu.
ATHUGASEMD RITSTJÓRA
JÖRÐ er það mikið ánægjuefni, að geta flutt ofanskráða skýr-
ingu á ágreiningsmáli J)eirra frú Guðrúnar Jóhannsdóttur og síra
Arna Þórarinssonar, — skýringu, er jafnframt virðist gera sögu-
mann sr. Árna, Benjamín, sjálfan ósæranlegan í þessu máli. Að
visu rankaði það ekki að JÖRÐ — og sennilega rankaði J)að að
fæstum — að tortryggja áreiðanleik sr. Árna Þór. í þessu máli,
þess glæsilega fróðleiksmanns. En Benjamín J)ekkti JÖRÐ ekki og
vafalaust fæstir lesenda vorra. Og nú hefur Benjannn gert hreint
fyrir sínum dyrum — og dyrum sr. Árna einnig. Eins og B. K.
tekur réttilega fram, er aðalatriðið í sögunni, jafnt fyrir sr. Árna
og frá almennu sjónarmiði, samfylgd hins undarlega klukkuslátt-
ar og andláts eigandans. Annað eru þýðingarlaus aukaatriði i þessu
sambandi, þó að skiljaniegt sé, að lítilsháttar misminni sr. Árna á
þeim yrði tilefni að athugasemd frúarinnar.
JORÐ
321