Jörð - 01.12.1944, Síða 124
Sr. Árni Þórarinsson:
Bænheyrsla — eða hvað?
... er kona nefnd. Hún á heima undir Jökli. I....... er trú-
kona með fádæmum og kann mestan hluta sálmabókarinn-
ar utan að.
Einhverju sinni var hún að kveðja einkason, er. var að fara
i vetrarvertíð suður á land. Fórust henni m. a. orð á þessa leið:
„Ég vona, að mér auðnist að ljiðja svo, að Drottinn gefi mér þig
aftur heilan á húfi. Hann hefur svo oft bænheyrt mig.“
Segir nú ekki af högum piltsins um vertíðina, en á lokadaginn
er hann kominn til Reykjavíkur og hittir kunningja sinn á förn-
um vegi, nálægt „Herkastalanum". Var sá skipstjóri og spyr pilt-
inn, hvað hann sé að rangla. „Ég cr á leið heim til pabba og mömmu
og bíð eftir ferð,“ anzar pillur. — „Nú, þú gætir þá ráðizt á skip
með mér, eina ferð til Vestmannaeyja,“ segir skipstjóri. „Mér ligg-
ur á að komast af stað, en vantar mann.“ — „Jú, — ekki held ég
ég liafi á móti því að lengja vertíðina vilundarögn,“ segir piltur,
„og er Iiezt, að ég ráðist til ferðar með þér.“ — „Ágætt! Hvar get
ég fundið þig eftir svo sem klukkustund, til að skrá þig?“ — „Ég
verð hérna „á Hernum“.“ Binda þeir þetta svo fastiíiælum.
Nú líður klukkustundin. Pilturinn situr í gestasal Herkastalans
og stytti sér stundir við tafl. Ekki voru þar aðrir en taflmenn-
irnir, en fáeinir menn konm og fóru jafnharðan nema einn mað-
ur, er staldraði lengi við, gekk um gólf og glingraði einhverju milli
fingranna. Ekki bólaði á skipstjóranum.
Þegar pilturinn var orðinn úrkula vonar um, að skipstjórinn
kæmi, tekur hann það i sig að fara heim til hans. IJann vissi heim-
ilisfangið. Er þangað kemur, mætir hann manni, sem hann þekk-
ir ekki i stiganum.
Skipstjórinn er heima og verður eins og hálfhissa, er hann
sér piltinn. „Nú, þú ert þá l$pminn,“ segir hann. „En nú er ég bú-
inn að skrá annau — manninn, sem þú mættir i stiganum. Mér
datt ekki í hug, að ég hefði meira af þér, úr því að þú varst ekki
á staðnúm, sem við tiltókum. Ég beið þar heillengi.“
„Þelta þykir mér einkennilegt,“ segir pilturinn. „Ég fór þang-
að undir eins og ég skildi við þig og hreyfði mig ekki úr gesta-
stofunni þangað til nú, að ég fór beint til þin.“
„Hvað ertu að segja?!“ anzar skipstjórinn. „1 gestastofunni voru
engir nenan tveir menn að tefla, sem ég þekkti hvorugan."
„Nei, nú gengur fram af mér,“ verður piltinum að orði. — „Ég
322 1 Jöno