Jörð - 01.12.1944, Page 125
var einmitt annar maðurinn, sem var að tefla. — Það hefur þó
ekki verið —. þú, sem
„Ja, ég gekk um gólf æðilanga stund, — en það getur ekki verið,
að þú hafir verið annar taflmaðUrinn? Ég sá framan í þá báða....“
„Hélztu á einhverjum smáhlut í annarri hendi, sem þú varst að
glingra við?“
„Já, ég var að rjála við ....“
„Nú — hvað er þetta?! Ég horfði beint í augun á þér og þekkti
þig ekki!“
Skipstjóranum varð orðfall sem snoggvast. Síðan hló hann hálf
kuldalega við og sagði: „Jæja! Sér eru nú hver samtökin um sjón-
leysi. En við þetta verður að sitja, Doddi minn!“ —
Skipið fór svo samdægurs — en það spurðist aldrei til þess síð-
an. Pilturinn hinsvegar skilaði sér heim heilu og liöldnu til mömmu
sinnar.
BÆKUR SENDAR JÖRÐ Niðurl. frá bls. 304.
Tcfraniaðurinn eftir Lion Feuchtwanger. Histórísk skáldsaga úr
Nazistá-Þýzkalandi. Þýð.: Bragi Sigurjónsson. — Slærð: 394 bls. í
stóru 8 bl. br. Útg.: Pálmi H. Jónsson. Prentverk Odds Björnssonar.
Höf. er frægur. Þessi saga er sjálfsagt upplýsandi, þó að áróðurs-
kennd sé. Þýðingin er lipur, en mætti vera með nákvæmari vand-
virkni.
Sólnætur eftir Sillanpáa. Skáldsaga. Þýð.: Andrés Kristjánsson.
— Stærð: 138 hls. Útg.: Páhni H. Jónsson. Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Höf. er, sem kunnugt er, finnskur Nóbelsverðlaunahöfundur.
Sagan er fögur. Þýðingin góð.
Hamingjudagar heinia í Noregi eftir Sigrid Undset. Söguminn-
ingar úr eigin ævi. Þýð.: Brynjólfur Sveinsson. — Stærð: 240 hls.
Útg.: Pálmi H. Jónsson. Prentverk Odds Björnssonar.
Þetta er prýðileg bók og hugðnæm.
Hafurskinna. Ýmis kvæði og kveðlingar, einkum frá 17. og 18.
öld. 1. hefti. Ivonráð Vilhjálmsson safnaði og sá um prentun. —
Stærð: 80 bls. Útg.: Pálmi H. Jónsson.
Ánægjuleg bók fyrir unnendur kvæða og þjóðlegra fræða, en
hefði sennilega mátt gera hann ánægjulegri með meiri kerfun
efnis og skýringum. Þeirra mun þó von seinna.
jiinÐ
323
L