Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 128
„en gera ekki vilja Föðurins", eina stóra boðorðið: að
elska og viðurkenna sína eigin bræður, er vel geta sagt af
öllu bjarta „Faðir — vor!“, þó aðferðir og útskýringar séu
„með sínu lagi“. „Yðar vegna verður Nafnið fyrir lasti
meðal heimsins barna“, seg'ir Drottinn við slíka „trúaða“,
er ekki elska liverir aðra. Hræsni er óeinlægni við sjálfan
sig og þess vegna illkvnjuð spilling. En svo er skorturinn
á innbyrðis elsku og viðurkenningu stundum fremur barna-
skapur bráðlyndrar en jafnframt einlægrar æsku. Þá brosa
hinir liimnesku bumoristar, englarnir — í laumi.
Guðsbörn láta sér ekki detta í liug að biðja fyrir sjálfum
sér einum. Það rankar ekki einu sinni að þeim, þvi samúð
og samfélagstilfining, kærleikurinn, er þeim runninn
í merg og blóð. Vel vakandi guðsbarn er jafnframt barn
sins eigin tíma — vegn». kærleika. Nútímaguðsbarn tekur
af beilum liuga tillit til félagsmálasjónarmiða. Þvi nöldr-
andi íhald og sérliyggja er ekki háttur vaxandi barna —
Hans, er kenndi börnum sínum að biðja: „Faðir -— vor!“
Frá öndverðu liefur Kristindómurinn baft tvær liliðar:
Einn með Guði — og samfélag með mönnum, og það ekki
að eins í framkvæmdaratriðum, heldur jöfnum liöndum
í uppbyggingarlífinu. „Samfélagið við Drottin" og „sam-
félag heilagra“ er hvorttveggja óumflýjanlegt'í þeim lcrist-
indómi, er ætlar sér þann skylduga metnað, að komast
til þroska. Guðsbarn, sem ekki vex, er ekki efnilegra en
önnur börn, sem ekki vaxa. Maðurinn er félagsvera. Það
sannast bvergi áþreifanlegar en i Kristindóminum.
TIL LESENDANNA
!y YRSTA heftis næsta árgangs er von í Febrúar, og verður það
„Danmerkur-hefti“ í líkingu við Noregs-liefti JARÐAR, er
mæltist svo vel fyrir. JÖRÐ þykir fara vel á þvi, að sá hinn hlýi
hugur, sem almennt er ríkjandi hér á landi til fyrrverandi sam-
bandsþjóðar vorrar, finni sér tjáningu á þann hátt, sem liér er
liugað, og hafa hinir ágælustu höfundar lýst sig þvi samþykka
með því að skrifa í heftið.
326
JÖRÐ