Syrpa - 01.04.1917, Qupperneq 25
SYRPA, 1. HEFTI 1917.
23
ÍSLENZKAR SAGNIR.
í íyrstu númcrum af 2. árg. Syrpu voru nokkrar sagnir eftir E. S. Wium af Tungu-Halli, scm sagt
er að verið hafi einn með einkennilegustu mönnum sinnar samtíðar á íslandi. Eigi var Wium
kunn ætt Halls eða kunni að segja frá afkomendum hans. Útaf því skrifaði mér Arni Jónsson
(A. A. Johnson) bóndi við Mozart í Sask., sagði hann mér, að sér væri að dálitlu kunn þau
atriði, sem Wium skorti. Bað eg hann því færa þau í letur og bæta við sögum af Halli, sein
eigi áður væru sagðar. Og er þetta tilefni til þess sem hér fcr á eftir aí Tungu-Halli og Torfa
á Nauteyri.—Útgef.
Við suðvestur horn Steingríms-
fjarðar í Strandasýslu, stendur bær
sem Hrófberg lieitir, þar er hrepp-
skila- og þingfstaður, og dregur
hreppurinn nafn af þessum bæ, og'
er kallaður Hrófberg'.shreppur. Frá
Steingrímsfirði gengur breiður dal-
ur,serh kallaður er Staðardalur, með
lágum hlíðum, fram að Stað í Stein-
grímsfirði, er þar breitt undirlendi
og nijög staðarlegt, slétt tún og
stórt. Næsti bær fyrir framan Stað
eru Hólar, þá Kirkjuból, þá Ara-
tunga og fremst í dalnum Kleppu-
staðir, er það vestasti bær í Stranda-
—sýslu, þar er umgirt fjöllum á þrjá.
vegu, sunnan, vestan og norðan. og
dalurinn þar þröngur. Allir eru
bæir þessir norðan við Staðardalsá,
nema Aratunga sunnan til. Frá
Kleppustöðum liggur Steingríms-
fjarðarheiði vestur í ísafjarðatsýslu,
og eins og sjá má af uppdrætti ís-
lands, er vegurinn mjög bogadreg-
inn til norðurs ; þar var mikil um-
ferð sumar og vetur, af sjómönnum
og öðrum ferðamönnum. Sögðust
ferðamenn vera sex klukkutíma með
lest á milli bæja. Næsti bær fyrir
vestan Steingrímstjarðarheiði er
Lágidalur, stór og breiður dalur
liggnr þaðan, sem kallaður er Lagi-
dalur, og rennur samnefnd á ettir
honum. Löng bæjarleið er þaðan
og ofan að Tungu. Var hún al-
ment kölluð í daglegu tali, Tunga
í Dalamynni, mætast þar Lágidalur
og Hvannadalur og samnefndar ár
þeim, konia satnan víð túnið í
Tungu á tvo vegu; gengur Hvanna-
dalur þaðan til austnorðurs, en
Lágidalur til suðurs eða suðausturs.
í þessari Tungu bjó Hallur gamli
Jónsson. Næst fvrir utan Tungu
kemur Rauðamýri, þá Nauteyri og
er þá komið til sjávar, og byrjar þar
Langadalsströnd, sem svo er köll-
uö ; næsti bær fyrir utan Nauteyri
er Hafnardahír, þá Hallstaðir, þá
Harnar, þá Melgraseyri og Árrnúli
seinast, er þá komið út að Kalda-
lóni. Yfir langan h&ls er farið frá
Hamri upp í Skjaldfannadal, þar
eru 3 bæir, Skjaldfönn, Langaland
og fremst í dalnum Hraundalur,
þar ssm Þorkell og Helga hin fagra
bjuggu fyrrum, og munu afkomend-
ur þeirra lifa enn þá þar um slóðir.