Syrpa - 01.04.1917, Qupperneq 71
SYRPA, 1. HEFTI 1917.
69
þau, er þeir áttu eftir, en eigi var þaÖ nægur vetrarforSi; höfðu
þeir af engu nóg nema mjöS, og af honum of mikið. Allur fén-
aður þeirra var dauSur og hafSi veriÖ kastaS í sjóinn. Kistum
sínum höfSu þeir bjhrgaS úr skipinu. Þeir þurkuöu þang í
sængur sínar og settust sícSan aÖ í skálanum. Þórey ól barn í
hellinum; var þaÖ sveinn og var hann nefndur Þorfinnur. Mjög
var hún sjúk og gat naumast fætt sveininn á fæÖu þeirri, er þar
var aÖ fá.
ÞaÖ voru samtök þeirra allra, aÖ afla fiskjar meÖan þess
væri kostur fyrir ísum. Þorgils hugÖi, aÖ sá bjargræÖisvegur
mundi eigi lokast, þótt vetur kæmi. Um haustiÖ öfluÖu þeir vel.
Þeir gengu í fjöll svo langt sem þeir fengu komist. Sáu þeir dýr
mörg álengdar og bjarndýraför í snjónum, en eigi komust þeir
svo nálægt neinum dýrum, að þeir gætu veitt þau. Snjór mikill
lá á fjöllunum. Jafnan þegar veður mildaði, lagðist hvít þoka
yfir dali og firði, og gátu þeir þá ekkert komist brott frá skál-
anum.
Vetur sá var harður og gengu yfir þá óhöpp mörg og slys;
og skal hér sagt frá hinum verstu. Eigi eru allir menn jafn vel
við vandræðum búnir, taka sumir þeim með jafnaðargeði og
gefast eigi upp þótt í raunir ræki. Þorgils var þann veg skapi
farinn; hann var maður trúaður og gat vel stjórnað sínum mönn-
um, sökum þess að hann hafði góða stjórn á skapi sínu. Öðru
vísi var skapi Jósteins farið. Hann var glaðsinna, þegar alt lék
í lyndi, en kviklyndur, þegar í raunir var komið; hafði hann
jafnan tekið hverju sem að höndum bar með stórgeðja dirfsku.
Vissi hann nú ekkert betra ráð til að örfa skap sitt, en að- eta og
drekka það er hann gat. Kona hans var engu minni fyrir sér;
hafði hún karlmanns burði, en skap og þor sem kona. Át hún
og drakk sem karlmaður, og var hávær og deilugjörn. Gekk
mjög á ýmsu þeirra megin í skálanum. Var þar stundum gleð-
skapur og stundum ógleði; deildu þau stundum, en voru hvort
öðru blíð aðrar stundir. Sátu þau og menn þeirra oft að
drykkju fram á miðjar nætur og gátu eigi farið út að afla vista
að morgni. Gekk Þorgilsi og hans mönnum betur að afla fiskjar,
svo að oft hefðu þau Jósteinn ekki haft neitt að kvöldi, ef Þor-
gils hefði eigi gefið þeim til jafns við sig af sínum feng. Eftir
því sem vandræði þessi uxu, versnaði skap Jósteins. Reiddist
hann, ef Þorgils bauð honum eigi af sínum afla, eða ef Þorgils
vítti hann fyrir háreysti þá, er hann leyfði í sínum hluta skálans
um nætur; reyndi hann og að gjöra Þórarinn fráhverfan Þorgilsi,