Syrpa - 01.04.1917, Side 23

Syrpa - 01.04.1917, Side 23
SYRPA, 1. HEFTI 1917. 21 fyrir grösin, lá band úr honum yfir vinstri öxlina, svo pokinn lááhægri mjöðminni, en svo gat auðvitað hver breytt þessu eftir vild sinni. Þegar vel grasaðist, fyltum við þenna poka tvisvar eöa þrisvar yfir nóttina, þurftum því að losa hánn og láta í hrúgur, þar sem við vorum vissar um að finna þær aftur, og stundum hlóðum við vörðu hjá hrúgunni. Á niorgnana, þegar heim var haldið að tjaldinu, var alt látið í einn poka, og var hann stundum þungur þegar vel grasaðist. Bót var þó 1 miili að hann var mjúkur við bakið, með blautum og saman þjöppuðum grös- um. Við sváfum stundum ekki mikið, því á daginn þurftum við að passa grösin og þurka þau og snúa þeim, svo þau þornuðu ekki um of, einnig þurftum við að hrista úr þeim mylsnuna og smákorn, sem oft var mikið af og engin áhöld til þess nema hendurnar. Oft fundum við egg í heiðinni, og þótti okkur það mikill búbætir, því mikið var þar af mófuglum, einkum rjúpum. Hreindýrshorn fundum við oft og áttu grasakonurnar þau, Horn seldust þá fyrir einn eða tvo skildinga pundið. Eins og áður er á vikið, vorum við í nánd við veginn yfir Reykja- heiði. Eitt kvöld, þegar við vorum farnar frá tjaldinu, fóru þar fram hjá nokkurir lestarmenn úr kaup- staðarferð, og heyrðum við hlátrana í þeim eti skeyttum því ekkert. Suma þessa menn þektum við, eink- um einn þeirra, sem gerði okkur þann grikk, að láta stein ofan í skyrdall, sem við höfðum inni í tjaldinu. Svo tók hann og hrein- dýrshorn, sem þar lá, festi það upp á tjaldið og strengdi á því brók. Maður þessi hét Jón Sigurðsson og íitti heima á Skinnastöðum í Axar- fitði. Nokkurunt árum síðar, þegar eg var í Reykjahlíð, varð maður þessi úti í hríöarbil, nálægt þeim stað sem tjaldið okkar hafði staðið á. Datt mér þá í hug versíð í Passíu- sálmunum : “Ókendum mér, þótt aumur sé, aldrei til legg þú háð né-spé, þú veizt ei hyern þú hittir þar, heldur en þessir Gyðingar“. Önnur grasaferö. Annað vor, þegar eg var í grasa- leit á sama stað, og getið er hér nrest á undan, komu til okkar nokk- urir ferðakaupstaðar, og þáðu þeir kaffi hjá okkur. Eg man enn tftir einum manni í för þessari, var það Davíð frá Ferjubakka í Axarfirði, faðir Jóseps, sem nú á heima að Baldur í Manitoba. Davíð þessi gaf okkur vænan mola af hvítasykri, sem hann hjó úr stórum sykurtopp, er hann hafði meðferðis, sömuleiðis gaf hann okkur hagldabrauð. Báð um við þá guð að launa þessunt dánunianni. Þriöja grasa/erS. Eg var á Hólutn í Laxárdal, þeg- ar eg fór til grasa i Hólaheiðinni. Brá mér nú mjög við, því hér voru grösin bæði smá og lítið af þeim, en í þá daga var sjálfsagt að tína, til þess að fá nóg í grautana og drýgja með því mjölmatinn. Fátt var hér um viðburði, þð kom það fyrir einn daginn, að sýslumaður Sigfús Skúlason reið fram hjá tjald- inu okkar ásamt fylgdarmanni sín- um, Markúsi Sigmundssyni. Var

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.