Syrpa - 01.04.1917, Side 47
SYRPA, 1, HEFTl 1917
45
sér smán mikla og varS æfur viS. Ólafur var maÖur friSsamur.
Hló hann viS og reyndi aS mýkja skap Svarts, en Svartur kvaS
Ólaf hafa lofaS sér konunni. “Mun eg krefjast þess, aS þú
standir viS loforS þitt,” mælti hann, “og heimta bætur fyrir
smán þá, sem mér hefir veriS gjörS. Skora eg þig á hólm og
skal hólmgangan standa sem fyrst.”
Ólafur kvaS systur sína ráSa því, hvort hún giftist Svarti,
og sjálfur kvaSst hann mega neita aS ganga á hólm viS Svart,
þar sem hann væri tekinn aS eldast. “Er eg þess fullviss, aS eg
muni geta fundiS sverS á móti þínu sverSi, og er því betra, sem
þaS gjörist fyr.” Féll tal þetta niSur um stund, en Þorgils fór á
fund Ólafs, og kvaSst reiSubúinn aS mæta Svarti á hólmi, hve-
nær sem hann vildi.
“Hvers vegna býSst þú aS ganga á hólm viS Svart?”
mælti Ólafur.
Þorgils svaraSi, aS sér væri lítiS um Svart gefiS og aS hann
vildi gjarnan eiga höggstaS á honum. Hann kvaSst eigi vilja,
aS GuSrún réSi sjálf gjaforSi sínu og aS hann mætti þar á ráS
leggja síSar.
“Óskir þú þess?" mælti Ólafur. "Kemur þaS mér nokkuS
á óvart. Er hún fimm árum eldri en þú og kvenkostur hinn
bezti.”
“ViS getum rætt um þetta síSar,” mælti Þorgils. “Er bezt
aS ráSgera eitt í einu.” Veitti Ólafur þaS fúslega, aS Þorgils
leysti hann af hólmi.
Þorgils ræddi um þetta viS Játmund vin sinn, og kvaS
hann þaS vera þarft verk, aS drepa Svart. “Er hann illmenni
mikiS," mælti Játmundur, "og skaltu eigi ætla, aS hann láti
undan, þótt vel sé höggviS. En þaS vil eg segja þér, aS hann
trúir því, aS hann verSi einungis meS einu sverSi drepinn; er
þaS sverS hér. Spyr hann jafnan mótstöSumann sinn, er hann
gengur á hólm, hvort hann hafi sverSiS BlaSni. Hafi hann þaS,
þorir hann eigi aS berjast. Nú skaltu bíSa mín, meSan eg fer
og næ BlaSni.”
Fór Játmundur nú og sótti sverSiS. Kom hann meS þaS
innan stundar og mælti viS Þorgils:—“ÞaS er mitt ráS, aS þú
íelir BlaSni í sandinum, er þú kemur þangaS er hólmgönguvöll-
urinn er markaSur. Spyrji Svartur þig, hvort þú hafir sverSiS,
skaltu svara, aS eigi vitir þú aS hjölt þess séu ofanjarSar. Mun
þaS nægja honum, en þú eigi mæla ósatt.”
Gott ráS er þetta,” svaraSi Þorgils.
Fór nú alt sem ætlaS var. Svartur spur^i Þorgils, hvort