Syrpa - 01.04.1917, Side 6

Syrpa - 01.04.1917, Side 6
4 SYRPA 1. HEETI 1917 lagar Gunnar og Þorsteinn, báð- ir ötulir, hyggnir og djarfir. Þá dreymdi vökudrauma og draumarnir rættust. Sex ár eru fljót aS líSa, á þeirn tíma höfSu þeir brúaS hafiS mikla, sem ligg- ur frá fátækt Lil-auSlegSar, * Gangur viSburóanna er stund- um hlýr og viSmótsblíSur, stund- um kaldur eins og vetrarnótt. — Gunnar dó. Vika var liSin, aS eins ein yika, þá var hann og fjörugur, sem fuglinn fljúgandi, meS þrótt heilbrigóis, og gerSi ráóstafanir fyrirkomandi dögum. Nú var hann fjörlaus og þrótt- vana, falinn mannlegu auga um alla komandi tíS. RáSstafanir — hann var skilinn viS heim ráSstafana. Þar sem Þorsteinn stóS yfir gröfinni, rak ein spurningin aSra, alda öldu á hafi sálarlífsins. Hann mintist seinustu orSa Gunn- ars : “Alt sem eg á er þitt, en eg sé nú aS viS höfum hrakist út á villigötur, viS höfum lokaS sál- ina inni í dimmum klefa. Ljós og hlýindi gerSum viS útlæg, eg finn þaS svo vel, en þú-------” Hann ætlaSi að segja meira, varirnar opnuðust og lokuSust ; andardrátturinn varS tíSari. — Fáum mínútum síSar var Gunn- ar látinn. OrS Gunnars voru óafmáanleg úr huga Þorsteins. Meó hverj- um deginum sem leiS fanst hon- um þau reynast sannari og sann- ari. Tómleikinn og einstæSings- skapurinn varó óbærilegur. Þor- steinn var orSinn útlendingurinn, langt frá öllum sem hann unni og unnu lionum. Sálin var í dimmum klefa án Ijóss og hlýinda. HjóliS var aS snúast, stefnan aS breytast. Dalurinn heima, æskuvinirnir, Svana, já Svana. Hugljúfar voru endurminningar. Ástin fór að gægjast frarn úr öllum hornum og skúmaskotum hjartans; liún teygSi sig upp á móti honurn stundum hýr og töfr- andi, stundum hrygg og særandi. En hún vakti ávalt löngunina heim og til liennar. Svana var enn í dalnum sín- um ; sama indæla blómiS, sama íslenska sveitastúlkan, sem unni dalnum sínum heitar en auS- menn miljónum sínum. Hún var ógift, þó aS til væru augu þar í sveitinni, er sífelt leit- uSu til hennar og varir.sem fluttu henni hlýjar kveSjur meS aft- an-blænum. Eftir kirkjuferSir, viS mannamót, jafnvel heima á Hóli liafSi veriS reynt aS ympra á ýmsu. En Svana var blind, blind vegna þess aS Þorsteinn átti hjarta hennar óskift, hverja taug, hverja æS. Hún var þess fullviss aS hann mundi koma, koma til sín aftur. Til þeirra stunda hugsaSi hún eins og fugl- inn aS vetri til vorsins. * VoriS kom. MeS vorinu kom

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.