Syrpa - 01.04.1917, Side 26

Syrpa - 01.04.1917, Side 26
24 SYRPA, ]. HEKTl 1917 Af því sumir af þessum bæjum veröa hér síðar nefndir, eru þeir hér taldir í röö, svo að hægra sé að átta sigf á því, sem síðar verður frá sagft. Ætt Halls í Tungu og afkomendur. Hallur í Tungu mun hafa verið Jónsson, hvergi hefi eg getað séð í Sýslumannaæfum, rakta fram ætt hans. Kona hans hét Guðrún Páls- dóttir, svarri milcill og stórgeðja. Kom það fyrir að hún hljóp frá Halli þegar óstillingarköstin gripu hana, og verður síðar minst á það. Börn ftttu þau 5 eða 6, og skulu þau hér nefnd : I. Engilbert, tvígiftur, átti mörg börn, eitt þeirra Rebekka, er fttti Hafliða Árnáson, föðurbróð- ur þess er þetta ritar, fór hann til Ameríku og dó eftir stutta veru þar 1888 (?) í Nýja ís- landi. Rebekka er enn ft lífi í Selkirk, háöldruð og orðin blind, eru 2 synir hennar þar, Árni og Líkafrón; mun hún hafa heimili hjá þei'm fyrnefnda. . 2. Bjarni Hallsson giftist og atti börn. 3. Jón Hallsson (launsonur Halls) giftist, en átti engin börn ; sá, ■ sem þetta ritar, sft Jón þegar hann var aldraður maður, var hann ákaflega skreflangur, með miklar herðar, karlmannlegur á fæti og þó hrikalegur, var hann lengi í húsmensku og kynti sig vel. 4. Bjarni, sem nautið varð að bana, 10 ára gamall. 5. Rebekkg Hallsdóttir, átti Gtið- mund Egilsson frá Laugalandi í Skjaldfannadal, hinn mesti mynd armaður, fríður sínum og karl- mannlegur, með glóbjart hftr ofan ft herðar, þau bjuggu þar góðu búi. Rebekka var gæðakona mikil, orðlögð þar í sveitinni fyrir gjafmildi og greiðasemi, en hafði þó alt af gnægð í búi ; lét maður hennar sér ffttt um finnast, en skifti sér þó ekki af. Börn ftttu þau þrjú. 1. Guðmund, er giftist og átti mörg bðrn; 2. Egill, er giftist og átti börn. Var hann hreppstjóri nokkur ár, stór og hrikalegur maður, taldi hann sig afkom- anda Egils Skallagrímssonar ; hann gat hleypt brúnum upp og ofan eins og Egill forfaðir hans gerði, eftir því sem segir í Egils sögu. 3. barn Guðm. og Re- bekku hét Sigríður, hin mesta fríðleiks og myndarstúlka, hana átti Guðmundur Bárðarson á Eyri í Seyðisfiiði; mesti mynd- ar og ríkismaður, einn af merkustu bændum þar í sveit. Þrjú börn áttu þau. Eitt þeirra var Jón Guðnnindsson, kaup- maður í Eyrardal. Var hatin lengi fiskimatsmaður á ísafirði. 6. Engilráð Hallsdóttir, átri Jón Jónsson frft Skjaldfönn; bjuggu þau í Tungu eftir Hall og átlu tvö börn; 1. Jóhannes, er giftist, en átti engin börn; 2. Hallfríður, fttti Kristján Fransson, sem einnig bjó í Tungu eftir lát íöður hennar. Dó Hallfríður frá mörg- um börnum, og þeim ungum. Eitt af börnum Kristjftns og Hallfríðar er Helga kona Sum- arliða gullsmiðs Sumarliðasonar. hin mesta myndar og rausnar-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.