Syrpa - 01.04.1917, Síða 26

Syrpa - 01.04.1917, Síða 26
24 SYRPA, ]. HEKTl 1917 Af því sumir af þessum bæjum veröa hér síðar nefndir, eru þeir hér taldir í röö, svo að hægra sé að átta sigf á því, sem síðar verður frá sagft. Ætt Halls í Tungu og afkomendur. Hallur í Tungu mun hafa verið Jónsson, hvergi hefi eg getað séð í Sýslumannaæfum, rakta fram ætt hans. Kona hans hét Guðrún Páls- dóttir, svarri milcill og stórgeðja. Kom það fyrir að hún hljóp frá Halli þegar óstillingarköstin gripu hana, og verður síðar minst á það. Börn ftttu þau 5 eða 6, og skulu þau hér nefnd : I. Engilbert, tvígiftur, átti mörg börn, eitt þeirra Rebekka, er fttti Hafliða Árnáson, föðurbróð- ur þess er þetta ritar, fór hann til Ameríku og dó eftir stutta veru þar 1888 (?) í Nýja ís- landi. Rebekka er enn ft lífi í Selkirk, háöldruð og orðin blind, eru 2 synir hennar þar, Árni og Líkafrón; mun hún hafa heimili hjá þei'm fyrnefnda. . 2. Bjarni Hallsson giftist og atti börn. 3. Jón Hallsson (launsonur Halls) giftist, en átti engin börn ; sá, ■ sem þetta ritar, sft Jón þegar hann var aldraður maður, var hann ákaflega skreflangur, með miklar herðar, karlmannlegur á fæti og þó hrikalegur, var hann lengi í húsmensku og kynti sig vel. 4. Bjarni, sem nautið varð að bana, 10 ára gamall. 5. Rebekkg Hallsdóttir, átti Gtið- mund Egilsson frá Laugalandi í Skjaldfannadal, hinn mesti mynd armaður, fríður sínum og karl- mannlegur, með glóbjart hftr ofan ft herðar, þau bjuggu þar góðu búi. Rebekka var gæðakona mikil, orðlögð þar í sveitinni fyrir gjafmildi og greiðasemi, en hafði þó alt af gnægð í búi ; lét maður hennar sér ffttt um finnast, en skifti sér þó ekki af. Börn ftttu þau þrjú. 1. Guðmund, er giftist og átti mörg bðrn; 2. Egill, er giftist og átti börn. Var hann hreppstjóri nokkur ár, stór og hrikalegur maður, taldi hann sig afkom- anda Egils Skallagrímssonar ; hann gat hleypt brúnum upp og ofan eins og Egill forfaðir hans gerði, eftir því sem segir í Egils sögu. 3. barn Guðm. og Re- bekku hét Sigríður, hin mesta fríðleiks og myndarstúlka, hana átti Guðmundur Bárðarson á Eyri í Seyðisfiiði; mesti mynd- ar og ríkismaður, einn af merkustu bændum þar í sveit. Þrjú börn áttu þau. Eitt þeirra var Jón Guðnnindsson, kaup- maður í Eyrardal. Var hatin lengi fiskimatsmaður á ísafirði. 6. Engilráð Hallsdóttir, átri Jón Jónsson frft Skjaldfönn; bjuggu þau í Tungu eftir Hall og átlu tvö börn; 1. Jóhannes, er giftist, en átti engin börn; 2. Hallfríður, fttti Kristján Fransson, sem einnig bjó í Tungu eftir lát íöður hennar. Dó Hallfríður frá mörg- um börnum, og þeim ungum. Eitt af börnum Kristjftns og Hallfríðar er Helga kona Sum- arliða gullsmiðs Sumarliðasonar. hin mesta myndar og rausnar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.