Syrpa - 01.04.1917, Síða 37
SYRPA, 1. HEFTI 1917
35
var á þeim tíma, er ísland var enn eigi kristiS, og var Þór mest
blótaður sunnanlands, en Freyr fyrir norðan og vestan, og ÓSinn
annarsstaSar á landinu.
Þegar Þorgils var tveggja eður þriggja vetra, bláeygur,
vangarjóSur, úfin hærður sveinstauli, var ÞórSur faSir hans
orSinn auSugur maSur og hafSi ásett sér aS verSa enn auSugri.
Hann tók silfur sitt og aSra gripi og fal í jörSu; síSan keypti
hann skip í Knarrarsundi og bjóst aS sigla til Noregs. Vildi
hann aS Þórunn færi meS honum, en hún kvaSst mundi heima
verSa og gæta barna og fjár. SíSan tók hún viS búsforráSum
öllum í TraSarholti og fór vel meS, því hún var skörungur mik-
ill; en ÞórSur Iét í haf á skipi sínu hinu nýja.
Hann kom aldrei út aftur. Allan veturinn næsta og sum-
ariS horfSi Þórunn eftir skipi hans. LagSi hún í vana sinn, aS
fara yfir ána á vaSi dag hvern og upp á hæS nokkra; þaSan
mátti sjá út til Knarrarsunds og langt austur meS landi. Lét
hún engan dag undan falla, þótt um hávetur væri. Tók hún
Þorgils meS sér á göngum þessum, er veSur var fært. En er vor-
aSi kom regn og dagur lengdist. Var þá æriS aS starfa á bú-
inu. MaSur er nefndur Þorgrímur Örrabeinn. Hann kom í
TraSarholt og gjörSist verkstjóri þar. Lét Þórunn þá af göngum
sínum upp á haeSina.
Þorgils var mjög undrandi yfir þessu. Vissi hann eigi
hverju þaS sætti, aS móSir hans hélt eigi uppteknum hætti;
mundi hann eigi, aS hún hefSi áSur látiS þaS undir höfuS
leggjast.
“Ætlar þú eigi aS hyggja aS skipi föSur míns?” spurSi
hann.
“Hann kemur aldrei aftur," svaraSi hún. ÞaS þótti Þorgils
undarlegt.
“Hví kemur hann eigi aftur?” spurSi hann.
Hún leit út til hafsins og mælti: "Hann mun vera drukn-
aSur nú."
“DruknaSur," mælti Þorgils. Segir þú, aS faSir minn sé
dauSur?”
Hún drap viS höfSi fljótt til samþykkis, og hrundu henni
tár af augum.
“Þá,” mælti Þorgils, “er eg húsráSandi hér.” Hann var
þá fjögra vetra, en Þórunn fór aS sinna störfum sínum og skildi
hann þar eftir einan. Þorgils gekk til hæSarinnar, til aS horfa
eftir skipi föSur síns, en áin var í vexti, og steinar þeir, sem
stiklaS var yfir á, voru í kafi. Leizt Þorgils ekki á, aS reyna aS