Syrpa - 01.04.1917, Page 66
64
SYRPA, 1. HEFTI 1917
• hann Þóreyju, aS þau mundu vertSa aS skilja meyna eftir. Þórey
leit á hann sorgbitnum augum, en eigi mælti hún neitt um þaS.
“ÞaS mun bezt, er þér lízt,” mælti hún. Þórný var skilin eftir
hjá Þóroddi til fósturs, og skildi Þorgils eftir fé allmikiS til heim-
anmundar, ef hún skyldi gift verSa áSur en þaú kæmu til Islands
aftur. Þóroddur spáSi, aS hún mundi giftudrjúg verSa; en Þor-
gils var dapur í huga, er hann skildi viS Island. “Eigi mundi eg
fara nú,“ mælti hann, “ef eg treysti eigi á hreysti og drengskap
Eiríks rauSa. En þaS ber aS efna, sem eitt sinn hefir veriS
lofaS.”
“Eigi er auSiS aS dæma um mikla menn,” mælti Þóroddur.
"Og fer þú í þessu fremur aS þínu ráSi en Eiríks.”
“Víst treysti eg honum," mælti Þorgils, “en gefa vildi eg
allmikiS til, aS þurfa eigi aS fara för þessa."
“Enn þá má aftur hverfa,” mælti Þóroddur, en Þorgils gaf
fortölum hans engan gaum.
“Of seint er nú fyrir mig, aS ganga á bak orSa minna, og
skal eg halda þau,” mælti Þorgils.
“Veit eg víst, aS þú munir þaS gjöra,” mælti Þóroddur, og
aS því búnu skildu þeir.
Gengu þau nú öll á skip og biSu byrjar aS sigla frá landi.
HafSi Jósteinn alt skipiS fyrir framan siglu fyrir sig og sitt fólk.
Þorgils hafSi skip fyrir aftan siglu, og voru þau GuSrún, StarkaS-
ur og Kolur meS honum. Héldu hvorirtveggju sig mikiS í sínum
hluta skipsins og voru menn Jósteins kátir og töluSu margt.
Þorgils var eigi svo kátur. Dreymdi hann margt um nætur, og
var sem Þór væri enn eigi búinn aS gleyma sökum sínum viS
hann. Þótti Þorgilsi oft sem hann stæSi viS rekkju sína og á-
vítaSi sig harSlega, eSur aS hann væri staddur í ókunnu landi
og Þór væri viS hliS hans og sýndi honum ýmsar ógnir. Eitt
sinn dreymdi hann, aS Þór stæSi viS hliS sér á klettóttri strönd
og voru þar sjávarhamrar svartir, er þungar haföldur skullu á.
Var myrkt í lofti og vindur af hafi meS gný miklum. Fylgdi því
þoka svo eigi sá til hafs. En er til rofaSi, sá Þorgils skip, er
barst aS klettunum. Þór mælti: “I slíkum háska muntu staddur
og muntu farast nema þú takir aftur trygS viS mig. Gæt nú vel
aS, hversu ástatt er fyrir þér.” Þorgils þótti sem hann reiddist
mjög viS þessi orS Þórs og svaraSi honum: “Far frá mér, og
freista mín ekki. GuSs sonur, er gaf líf sitt og blóS fyrir oss
mennina, er minn vinur. Hann mun fylgja okkur á ferS þessari,
og því fyr, seip viS deyjum, því fyr komumst viS á hans fund.”
Þá vaknaSi hann og sá, aS Þórey horfSi á hann. “EitthvaS hefir
J