Syrpa - 01.04.1917, Side 57

Syrpa - 01.04.1917, Side 57
SYRPA, 1. HEFTI 1917. 55 bænum, sem hann var vanur, en GuSrún kom eigi út. K.olur vildi eigi ganga inn í bæinn til náttverSar, en stóS í bæjardyrum og gaf gætur aS Sörla. Sörli stóS upp af veggnum, er dimt var orSiS, teygSi sig og bjóst aS ganga heim. Kolur fylgdi á eftir honum og gekk greitt; hann hafSi öxi í hendi. Sörli leit eigi til baka né heldur greiSkaSi sporiS, þótt hann heyrSi fótatak aS baki sér. Brátt náSi Kolur honum og leit hann þá um öxl til aS sjá, hver þar væri. Sá hann þá Kol, og mælti hvorugur orS til annars. Reiddi Kolur þá upp öxina og hjó Sörla högg mikiS á hálsinn. Féll Sörli dauSur. Bjó Kolur um hann þar á veginum, lagSi öxina ofan á hann og gekk heim. GuSrún beiS Kols, en eigi lét hún sem svo væri og mælti ekki orS til hans aS fyrra bragSi. Kolur mælti: “Eg hefi jafn- aS gamlar sakir í kvöld, og mun Sörli ekki venja komur sínar á þinn fund upp frá þessu.” GuSrún mælti: “Lítt var mér um komur hans gefiS, svo aS litlu skiftir þótt hann komi eigi framar; en vera má, aS þú vitir, aS hann var þingmaSur Ásgríms ElliSagrímssonar og mikill vinur hans?” Hvort sem Kolur vissi þaS eSa ekki, hafSi hann ekki um þaS hugsaS. Hann ypti öxlum en sagSi ekkert. GuSrún hélt talinu áfram og sagSi honum, hvaS hann skyldi taka til bragSs. “Vil eg ráSa þér, aS fara sem fljótast í TraSarholt og leita liSsinnis hjá Þorgilsi. Mun hann trauSla neita þér um þaS, en mikil stoS er aS honum, ef mál verSur sótt á hendur þér eSa hefndir koma eftir Sörla. Muntu ekki vilja aS bærinn sé brend- ur og þú gjörSur útlagi fyrir aS vega slíkan heimskingja sem Sörli var.” Kolur svaraSi engu, en afréS meS sjálfum sér aS fara. Seinna um kvöldiS var bariS aS dyrum í TraSarholti. Þórey gekk til dyra og varS fegin aS sjá fóstbróSur sinn kom- inn. “Gakk inn, Kolur,” mælti hún. “Karlmenn sitja undir borSum hér og verSur matur brátt inn borinn.” Kolur var móSur. Eigi kvaSst hann vilja inn ganga. Þór- ey leit á hann og mælti: “HvaS hefir til tíSinda boriS? HvaS hefir þú gjört?” “Eg get ekki inn gengiS, fyr en eg hefi sagt þér, í hvaSa erindum eg er hingaS kominn,” mælti Kolur. SagSi hann henni síSan hvaS þeim Sörla hefSi á milli fariS. Þórey hlýddi á frásögn hans og varS þungbúin á svip, en eigi mátti sjá aS henni líkaSi miSur. “Eg mun gjöra þaS, sem í mínu valdi stendur,” mælti hún, “er eg fæ því viS komiS; en

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.