Syrpa - 01.01.1922, Side 4

Syrpa - 01.01.1922, Side 4
2 SYRPA eða tvo daga. Jafnvel fól'k, sem ekki var íslenzkt, sókti um að fá þar fæði og húsnæði; og var ]?að þó heldur sjaldgæft á þeim árum, að annara þjóða fólk væri til húsa hjá íslend- ingum í Winnipeg. Daginn eftir að þau Kjartan og Anna fluttust burtu úr skakka-húsinu, kom þangað stúlka, sem kvaðst vera af skozkum ættum og nefndiist Mabel Cameron. Hún var víst rúmlega tvítug að aldri, þeg'ar hér er komið sögunni. Hún var sérlega lítil vexti: bæði lág og grönn og holdskörp. Andlit hennar var hvítt eins og mjöll, hárið mjög dökt, aug- un tinnu-svört og smá, munnurinn fi’íður og hakan lítil. En nefið var nokkuð langt og hátt og næfur-þunt og hafið upp að framan. — pað var nefið, sem mest einkendi hana. pað var alveg eins og hún væri alt af að ota því fram ósjálf- rátt — væri alt af að þreifa fyrir sér með því. pað var á laugardag — um hádegi — að Mabel Oamer- on (eða hvað hún hét) steig fyrst fæti sínum inn í skakka- húsið. pað var einhver kaldasti dagurinn á vetrinum (um 40 stig fyrir neðan núllið á Fahrenheit), og norðan-nepjan næddi ömurleg og nístandi köld. pað var eg, sem fyrstur varð til að ljúka upp fyrir þessari sérkennilegu og dularfullu stúlku. Eg man, að mér varð eins og hálf-hverft við að sjá framan í hana, þar sem hún istóð á pallinum fyrir utan dyrnar, fátæklega búin og þunnklædd og skjálfandi af kulda. “Gjörðu svo vel að koma inn”, sagði eg undir eins, og áður en hún ávarpaði mig. “Eg þakka þér fvrir,” sagði hún og gekk inn í ganginn, og eg sá að henni var mjög kalt. “Er konan heima, sem hér er húsráðandi?” spurði hún eftir að hafa tekið af sér vetl- ingana, sem voru mjög þunnir, og strokið annari hendinni um andlitið, eins og til að verma það, þó .höndin væri að sjá hvít og visin af kulda. Og eg þóttist sjá að á svip henn- ar, og heyra það á mæli hennar (því að hún ávarpaði mig á ensku), að hún væri ekki íslenzk. “Já, hún er heima,” sagði eg. “Get eg fengið að tala við hana í einrúmi?” sagði stúlkan lág*t og raunalega. “Hún á mjög erfitt með að mæla á enska tungu,” sagði eg; “og hún mundi ekki geta talað við þig nema með því móti, að hafa túlk.” “Ert þú ekki sonur hennar?” “Nei,” sagði eg; “en eg er frændi hennar”. “pá veit eg, að þú verður svo vænn, að þýða það á henn- ar mál, sem eg tala við hana.” “pað skai eg gjöra með mikilli ánægju,” sagði eg. “Og

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.