Syrpa - 01.01.1922, Page 9

Syrpa - 01.01.1922, Page 9
SYRPA 7 “peg'ar dagsljós dáið er, Og hann Dauði, að hurðu ber Og kallar: “Komm!” pá er svarað: “Skál til þ'm!” Og þeir skenkja brennivín, Eða romm.” Mabel Cameron vann í þvottahúsinu alla virka daga, og hún borgaði fæðið og húsnæðið á hverju laugardagskvöldi (fyrir fram til næstu viku). En á sunnudögum fór hún æf- inlega til kirkju — vanalega fyrir hádegið. Og kirkjan, sem hún sótti, var langt suðvestur í borginni. — pegar svo bar við, að hún fór til ikirkju um kvöld, þá, bað hún mig að fara þangað með sér. Og eg fór ,þá æfinl'ega með henni. Á leiðinni (einkum frá kirkjunni) hafði hún um nóg að tala við mig, en forðaðist þó eins og heitan eldinn að minnast nokkuð á sína eigin hagi. — Einu sinni, þegar við vorum að fara heim frá kirkjunni í glaða tunglsljósi, spurðii eg hana, hvort hún 'hefði nokkurn tíma komið fram á leiksviði. (Eg var æfinlega svo ósköp forvitinn, eins og lesarinn veit). “Af hverju spyr þú að því?” sagði hún. “Mér virðist framkoma iþín og líkamshreyfingar benda á það með köflúrn, að þú hafir einhventíma verið leikmær,” sagði eg. (pað var þó langt frá því, að eg sæi nokkuð slíkt, en þótist vita, að gamli O’Brian hafði séð rétt, því að 'hans auga var glögt með afbrigðum. Samt var oft erfitt að greina alvöru hans frá sipaugi og glettni). “Hefir þú, unglingurinn, kynst ieikfólki svo vel, að þú getir séð það á framkomiu og göngulagi tvítugrar stúlku, hvort hún hefir komið fram á leiksviði eða ekki?” (Og hún lagði sérlega áherzlu á orðin: “þú unlingurinn”). “Eg hefi iséð fólk á leiksviði”, sagði eg. “L'eikfólk er að jafnaði öðruvisi á leiksviði en það er í heimahúsum eða á strætum úti.” “Hefir þú þá aldrei komið fram á leiksviði?” sagði eg. “Jú, einu sinni kom eg fram á leiksviði í Dundee á Skot- landi — en það var að eins einu sinni, og eg sagði bara örfá orð. Og það er ómögulegt, að sú þátt-taka mín í sjónleik hafi mótað svo framkomu mína, að eg fimm árum síðar beri það með mér, að eg hafi leikið í leikhúsi.” “f hvaða leik var það?” spurði eg. “í Macbethv . Eg lék þjónustustúlku frú Macbeth, og gjörði það þvert á móti vilja mínum.” “Var það átakaniegt, sem þú þurftir að segja og gjöra í leiknum?” sagði eg og hugsaði til þess, sem O’Brian hafði sagt um leikkonuna skozku, sem fór til írlands.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.