Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 12

Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 12
10 SYRPA margar vikur síðan að eg komst að því, að eitthvað mikið gengur að stúlkunni, og að eitth'vað hræðilegt hefir einhvern tíma komið fyrir hana.” “pú gjörir mig forvitinn,” sagði eg og horfði undrandi á frænku mína. “Hfefir hún sagt þér eitthvað?” “Nei, hún segir mér aldrei neitt af högum sínum; og þó hún segi mér eitthvað, mundi eg naumast skilja það til hlítar — En eg hefi séð hana gjöra noikkuð, isem er undarlegt og óeðlilegt.” “Hvað sástu hana gjöra?” sagði eg og varð allur að for- vitni. “Eg hefi séð hana ganga í svefni.” “Ganga í svel'ni!” át eg eftir alveg hissa. “Já, eg hefi séð hana ganga í svefni oftar en einu sinni,” sagði frænka min lágt og leit í kringum sig. “Og eg( hefi heyrt hana tala ákaflega mikið upp úr svefni nótt eftir nótt. pað hefir jafnvel komið fyrir, að hún hefir klætt sig sofandi skömmu eftir miðnættið og gengið út. Og þá hefir hún farið svo hljóðlega út, að eg hefi ekki vitað um það, fyr en hún kom aftur ofan í rúmið ísköld og'fekjálfandi. pá hefi eg vaknað og reynt að hlúa að henni. Hún hefir þá líka vakn- að með andfælum, og farið að gráta og beðið fyrir sér, og sofnað svo út frá því og sofið vært. — Stundum fer hún á fæt- ur stuttu eftir að hún sofnar á kvöldin, leggur yfir sig hvíta sjalið sitt, tekur pappír og blýant, sezt við litla borðið, skrif- ar langt bréf, horfir lengi á það, brýtur það svo saman, læt- ur það í umslag og skrifar utan á það. — En eg læt Ijós loga til miðnættis, og stundum alla nóttina. — Og þegar hún er búin að loka bréfinu og láta það innan í bók, þá fer hún að tala um eitthvað hræðilegt, sem, fyrir hana hefir komið, og pefnir ýms nöfn og biður fyrir sér. — Eg Ihefi séð hana skoða á sér hendurnar og segja: “þarna er blóð, blóð, blóð!” Og stundum segist hún finna þef af blóði, og sjá blóðið renna út í Rauðá. — Svo ihefir hún alt í einu hrópað: “Gull! Gull! Gull!— Eg sé það! Eg sé það! Eg sé það! Við Rauðá! Við Rauðá! Komdu! Komdu! Komdu! Komdu!” Og æfinlega biður hún fyrir sér um leið. — En að morgni, þegar hún vaknar, tekur hún bréfið og rífur það í smá-agnir og brennir því. Og þá faðmar hún mig og kyssir mig, og kall- ar mig móður sína, og biður mig að fyrirgefa sér það ónæði, sem eg hafi orðið fyrir afhennar völdum. — Hún segir mér ávalt mikið uim þennan sjúkdóm sinn, en eg skil minst af því, Eg skil það samt, þegar hún segir að hún hafi gengið í svefni frá því, að hún var barn. Og eg skil það, þegar hún biður mig að láta engan vita um þessi veikindi sín. Og hún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.